Förðunarfræðingur mælir með á Tax Free

Nú er Tax Free af snyrtivörum í Hagkaup til 6. júlí og förðunarfræðingur okkar er hér til að aðstoða.

Förðunarfræðingur mælir með á Tax Free

Nú er Tax Free af snyrtivörum í Hagkaup til 6. júlí og förðunarfræðingur okkar er hér til að aðstoða.

Við fögnum komu Dior aftur til landsins. Augnskuggarnir frá tískuhúsinu eru á sérstalli í okkar bókum og liturinn 530 Gallery er það eina sem þú þarft yfir allt augnlokið og málið er dautt.

Complexion Rescue frá bareMinerals er goðsagnakennt litað dagkrem sem gerir húðina ljómandi fallega og ver hana í leiðinni. Eitt af okkar allra uppáhaldssnyrtivörum.
Kaia Gerber með ljómandi húð á tískusýningarpalli Chanel.

Til að framkalla ljóma á kinnbeinin eins og á Kaiu hér að ofan mælum við með Inner Glow-highlighterunum frá Shiseido.

Góður maskari er gulls ígildi. Faux Cils frá YSL er legend í bransanum og lætur augnhárin líta út fyrir að vera gervi.

Kinnalitirnir frá Gosh eru í uppáhaldi hjá okkur og mikill plús að vörumerkið er umhverfisvænt og á góðu verði. Og vegan. Fullt hús stiga!

Synchro Skin Self-Refreshing-farðinn sprengdi alla væntingarskala þegar hann kom á markað og hefur hlotið einróma lof. Við erum aðdáendur.

Hér má sjá farðann á nokkrum húðlitatónum.

Sólarpúðrin frá Guerlain eru einstök en við mælum með því að nota það líka sem augnskugga.

Til að skapa augabrúnir í anda Brooke Shields- eða Kaiu Gerber mælum við með augabrúnagelinu og primernum frá Urban Decay.

Við köllum Total Finish-púðurfarðann fótósjopp í dós. Silkikjúkur farði sem hylur vel og sest í línurnar og fyllir upp í þær, við getum svo svarið það! Besta snyrtivaran til að hafa í veskinu fyrir „touch up“ yfir daginn.

Hyljarinn frá Dior er einn sá allra besti sem við höfum prófað.

KINNALITIRNIR FRÁ GOSH ERU Í UPPÁHALDI HJÁ OKKUR OG MIKILL PLÚS AÐ VÖRUMERKIÐ ER UMHVERFISVÆNT OG Á GÓÐU VERÐI. OG VEGAN. FULLT HÚS STIGA!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.