Fara í efni

Hártískan 2020

Fegurð - 30. nóvember 2020

Flest okkar höfum ekki komist jafn oft á hárgreiðslustofuna í ár og við vildum og hártískan ber þess kannski örlítið merki. Látleysi er orð sem við myndum nota um það sem er móðins í hári í ár. Skoðum aðeins nánar.

70´s

Áttundi áratugurinn hefur tröllriðið tískuheiminum síðustu misserin og nú er heldur betur komið að hárinu að taka við keflinu og halda stílnum á lofti. Hártoppar, permanent, náttúrulegir liðir og miklar styttur og svo má ekki gleyma gamla, góða hárblæstrinum með rúllubursta.

Ef við ættum að nefna eina fyrirmynd þegar kemur að hártískunni um þessar mundir, myndum við ekki hika. Nafn Jane Birkin kemur strax upp í hugann. Skellum smá Jane og Serge á fóninn og setjum okkur í stellingar!

hártrend 2020 hér er smáralind
Það mætti segja að Alexa Chung sé með þennan nútíma „french girl“-faktor sem er svo ómótstæðilegur.

Beint af pöllunum

Hér má sjá seventís-stílinn hjá stærstu tískuhúsum heims. Tjásulegur toppur, styttur og náttúrulegir liðir eru við lýði.

Cha cha-Chanel

Hér má sjá seventís-stíla hjá Chanel í stíl við vortísku næsta árs.

hártíska hér er smáralind
Krullukrem frá Not Your Mother´s, Lyfja, 1.729 kr.

Þverskurður

Bob-stíllinn sækir einnig í sig veðrið eins og sjá má á Kaiu Gerber og á Jill Kortleve hjá Chanel.

kaia gerber hár trend hártíska hér er
Það er eitthvað dásamlega áreynslulaust við klippinguna hennar Kaiu Gerber. (Súpermódel-genin skemma ekki fyrir!)
chanel hér er hártíska trend
Hér má sjá fallega Bob-klippingu á Jill Kortleve á vortískusýningarpalli Chanel 2021.

Stjörnustælar

Skoðum hárið á heitustu konum heims.

hártíska rosie huntington whiteley hér er
Rosie Huntington-Whiteley er alltaf með puttann á púlsinum. Náttúrulegur litur og þægilegar styttur sem auðvelt er að halda við í kóvid-ástandi er málið. @Rosiehw
Sérfræðingarnir kalla litinn hennar Gigi bronde, eða blöndu af blonde og brown- ljósu og brúnu. Einstaklega hentugur litatónn og auðveldari í viðhaldi en mjög ljós eða dökkur.

Grátt og gordjöss

Sífellt bætist í hóp þeirra sem leyfa gráa litnum að skína í gegn, sem hentar ágætlega í heimsfaraldri. Hér eru æðislegar tískufyrirmyndir með gráa lokka.

hárvörur módus hér er smáralind hártíska trend hár
Hárgreiðslustofan Módus selur meðal annars hárvörur frá Milk Shake en hér er gott fjólublátt sjampó, hárnæring og froða sem er sérstaklega ætluð ljósu eða gráu hári til að forða því að það verði gultóna. Settið er á 11.370 kr.

Skrautfjöðurin

Punkturinn yfir i-ið er svo fylgihluturinn í hárið en stórar slaufur eru hámóðins og næntís-legar klemmur eru ekki að fara neitt.

Setjum smá Jane og Serge á fóninn og setjum okkur í stellingar!

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum