Haustförðun 2020

Við kíktum á stemninguna baksviðs hjá stærstu tískuhúsum heims og pikkuðum upp flottustu förðunarlúkkin. Hér er hægt að fá tips um það hvernig hægt er að stela lúkkkinu í anda súpermódelanna, hvort sem þú fílar klassískar rauðar varir, Femme Fatale-lúkk eða eitthvað örlítið settlegra.

Haustförðun 2020

Við kíktum á stemninguna baksviðs hjá stærstu tískuhúsum heims og pikkuðum upp flottustu förðunarlúkkin. Hér er hægt að fá tips um það hvernig hægt er að stela lúkkkinu í anda súpermódelanna, hvort sem þú fílar klassískar rauðar varir, Femme Fatale-lúkk eða eitthvað örlítið settlegra.

Klassísk fegurð

Hjá tískuhúsinu Givenchy mátti sjá fyrirsætur með ekta bjútí-makeup. Augun voru fallega skyggð með grábrúnum og sanseruðum augnkugga og augnkrókurinn highlighteraður með ljósum skugga sem gerir mikið fyrir augnumgjörðina. Húðin var náttúruleg og ljómandi og varir með örlítið af lituðum varasalva. Brúnirnar voru ýfðar upp og kinnalitur setti svo punktinn yfir i-ið og bjó til extra ferskleika.

Steldu lúkkinu

Ljómandi

Ljómandi húð fer aldrei úr tísku. Nú mega púðurkenndir highlighterar sem hægt er að sjá úr kílómetra fjarlægð taka pásu því hógværari ljómi er málið. Hægt er að framkalla hann á ýmsa vegu, með feitu dagkremi, farðagrunni með ljómaögnum eða kremuðum eða fljótandi highlighter.

Steldu lúkkinu

Ég sé rautt

Rauður varalitur poppar alltaf upp á haustin og hvort sem þú fílar matt lúkk eða háglans getur þú fundið eitthvað við þitt hæfi.

Steldu lúkkinu

Seventís

Seventísstíllinn er ekki eingöngu að slá í gegn í fatnaði og fylgihlutum heldur voru nokkur stærstu tískuhúsa heims sem tileinkuðu sér lúkkið í makeupi líka. Þessi mynd er frá haustsýningu Ulla Johnson.

Hér eru ferskjutónar notaðir á varir, augu og kinnar á einfaldan en áhrifaríkan hátt.

Seventís-lúkk hjá franska tískuhúsinu Chloé.

Steldu lúkkinu

Brooke Shields-brúnir

Það verður að teljast tiltölulega auðvelt að sporta þykkum og flottum augabrúnum þegar mamma manns er Cindy Crawford. Við hinar þurfum kannski að feikaða örlítið- og við erum hér til að hjálpa!

Steldu lúkkinu

Mjúkt smokey

Smokey-augnförðunin gerir alltaf mikið fyrir útlitið. Við erum sérstaklega skotnar í þessari útgáfu sem sást baksviðs hjá Alberta Ferretti en hér virðist hlýtóna brúnn eyeliner hafa verið notaður í vatnslínu augnanna til að gefa þetta sexí lúkk. Augnblýanturinn Teddy frá MAC finnst okkur eiga að vera skyldueign í snyrtibudduna og Meghan Markle er meira að segja sammála okkur en hún fer varla úr húsi án hans.

Steldu lúkkinu

Stjörnuförðunarmeistarinn Pat McGrath hannaði haustlúkkið fyrir Marc Jacobs í ár en þar spilaði grafískur eyeliner stóra rullu.

Steldu lúkkinu

Baksviðs hjá Dior mátti sjá ýkta, grafíska eyeliner-förðun.

Gamla, góða glossið

Gamla, góða glossið hefur vaxið í vinsældum síðustu misserin og það er vel. Hér má sjá glossaðar varir baksviðs hjá tískuhúsinu Off White.

Femme Fatale

Það er eitthvað dásamlega haustlegt við rauðvínslitaðar varir og lúkkið er best þegar restinni af förðuninni er haldið í lágmarki. Hér sjáum við hina gullfallegu Bellu Hadid baksviðs hjá Fendi.

Steldu lúkkinu

Vörurnar í póstinum fást í Hagkaup og MAC, Smáralind.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.