Herrar og húðrútína

Snyrtipinninn Helgi Ómars kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að snyrtivörum en hér segir hann okkur frá því sem er í uppáhaldi til að halda húðinni hreinni og fínni. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að karlar séu duglegir við að þrífa húð sína eins og kvenkynið.

Herrar og húðrútína

Snyrtipinninn Helgi Ómars kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að snyrtivörum en hér segir hann okkur frá því sem er í uppáhaldi til að halda húðinni hreinni og fínni. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að karlar séu duglegir við að þrífa húð sína eins og kvenkynið.

Karlar þurfa líka að hugsa vel um húðina sína en þeir eru oftar en ekki með viðkvæma húð og skegg sem á það til að vera ertandi. Andlitshreinsir ætti að vera partur af húðrútínu allra, bæði kvenna og karla.

Það fyrsta sem ég mæli alltaf með fyrir herra er húðhreinsir. Í dag eru í boði margir mildir og góðir andlitshreinsar. Það skiptir miklu máli að þrífa húðina vel, enda er umhverfið okkar stútfullt af óhreinindum sem sest á húðina. Eftir þrif með andlitshreinsi dregur húðin í sig alla góðu virknina úr kremum sem á eftir koma og fær að anda hrein og fín. Andlitshreinsir er einnig ótrúlega mikilvægur þegar fólk er að kljást við húðvandamál eins og bólur.

GOTT RÁÐ: Taktu andlitshreinsinn með þér í sturtu og gerðu hann part af sturturútínunni!

Helgi Ómars mælir með

Hér eru þær húðhreinsivörur sem Helgi mælir eindregið með.

1. Checks & Balances frá Origins: Það sem seldi mér þennan hreinsi var upprunalega lyktarkombó-ið. Bergamót, lavander og mynta. Hann er svolítið eins og heimatilbúinn. Virknin er frábær og hreinsirinn hjálpaði húðinni minni mikið þegar hún var ekki sem best. 

2. GinZing frá Origins: Þennan keypti ég mér því ennið á mér var með mjög mikla stæla og mér fannst þetta æðisleg tvenna, sem sagt skrúbbur og hreinsir. Ég hef frábæra reynslu af honum, hann er frísklegur og smá eins og einn góður expresso fyrir húðina. Fæst í Lyfju og Hagkaup í Smáralind. 

3. La Mer Cleansing Gel: Rolls Royce allra húðvörumerkja. Þó að ég spari þennan hreinsi alveg eins og Jóakim Aðalönd sparaði hvern einasta gullpening sem hann átti, þá verður að segjast eins og er- þessi hreinsir er unaður. Hann er froðukenndur og jafnar húðina ótrúlega og skilur hana eftir mjög ljómandi og flotta.

4. Skin Regimen Cleansing Cream: Þessi hreinsir er ótrúlega mildur og freyðandi yfirborðshreinsir og ilmurinn er geggjaður. Ég er mikill aðdáandi Skin Regimen og þessi hreinsir hefur lengi verið minn „go-to“.

5. Garnier Pure Active Sensitive Anti-Blemish Soap-Free Gel Wash: Ég er mjög hrifinn af Garnier, ég hef mikið verið að skoða innihald og finnst merkið ná að gera alveg ótrúlega effektívar og góðar vörur á viðráðanlegu verði. Þessi hreinsir gerði frábæra hluti fyrir mig þegar húðin mín var ekki uppá sitt besta. Finnst hann vinna vinnuna vel og húðin jöfn og fín eftir á. Fæst í Hagkaup í Smáralind.

6. Clinique Face Wash: Þá er komið að uppáhalds andlitshreinsinum mínum, hann hentar húðinni minni því hann inniheldur engin ilmefni sem getur ert húðina en ég er persónulega með viðkvæma húð og sérstaklega þar sem ég er með skegg. Ótrúlega góður hreinsir sem ég mæli hiklaust með. Fæst í Hagkaup í Smáralind.

7. Aesop Parsley Seed Cleanser: Þessi unaðslegi hreinsir virkar einnig sem súper mildur skrúbbur þar sem hann inniheldur lactic sýru sem losar húðina við dauðar húðfrumur. Ég er mikill Aesop-maður og lyktin er alveg geggjuð.

Þessir hreinsar klikka ekki, svo þið getið bara úllendúllendoffað!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.