Kynning

Jólagjafir pjattrófunnar á Tax Free

Uppáhaldstími pjattrófunnar er runninn upp. Niðurtalning til jóla er hafin og verslanir fyllast af dásamlegum gjafakössum sem við látum okkur dreyma um að gleðja okkar nánustu með. Við skoðuðum brot af því besta sem nú er hægt að fá á Tax Free í Hagkaup Smáralind.

Kynning

Jólagjafir pjattrófunnar á Tax Free

Uppáhaldstími pjattrófunnar er runninn upp. Niðurtalning til jóla er hafin og verslanir fyllast af dásamlegum gjafakössum sem við látum okkur dreyma um að gleðja okkar nánustu með. Við skoðuðum brot af því besta sem nú er hægt að fá á Tax Free í Hagkaup Smáralind.

Frá mér til mín

Hver er dýrmætari en þú? Við notum hvaða afsökun sem er til þess að gera vel við okkur sjálfar.

Gjafakassarnir frá IT Cosmetics eru tilvalin gjöf til okkar frá okkur sjálfum. CC-kremið og Superhero-maskarinn er í daglegri rútínu margra okkar og því ekki úr vegi að fylla á birgðarnar. Bara hugmynd!

Farðaburstarnir frá IT Cosmetics eru á óskalistanum okkar.

Black Opium er ekki ilmur fyrir viðkvæma en hann er uppáhalds kryddaði og kynþokkafulli ilmurinn okkar. Fullkominn á þessum árstíma. Tími á ábót af þessum!

Fyrir mömmu

Mömmur eru einstakar og okkur þykir ekkert leiðinlegt að dekra við okkar yfir hátíðarnar. Ilmirnir frá Lancôme eru nokkuð skotheld gjöf. Uppáhöldin okkar eru La Vie Est Belle, sem er mest seldi ilmur þeirra og Trésor, fyrir dásamlegan næntís-nostalgíufíling! Hver man eftir Isabellu Rossellini-auglýsingunum? Rétt upp hönd!

Lancôme er líka með bjútíbox til sölu yfir hátíðarnar sem eru draumur hvers snyrtivöruaðdáanda. Ef þú ætlar „all in“ er það málið!

Já, takk!

Fyrir kæró

Rakspírarnir frá YSL eru í uppáhaldi á okkar bæ. Þeir eru kynþokkinn uppmálaður og ekki er verra þegar töffarar eins og Lenny Kravitz mæla með en hann er talsmaður ilmsins Y frá YSL! Sjáið viðtalið við hann hérna.

Við fáum gæsahúð, hversu flottur karakter er Lenny?
Rakspírinn Y frá YSL í gjafaumbúðum drauma okkar!

Fyrir bestu vinkonuna

Sælkerailmurinn Bon Bon frá Viktor & Rolf hefur slegið rækilega í gegn og er í uppáhaldi hjá mörgum konum. Dýsæt og dásamleg jólagjöf fyrir bestu konuna í þínu lífi.

Geggjaðir gjafakassar frá Viktor & Rolf.
Maskarasmekkur er auðvitað misjafn eins og við erum mörg en við mælum heilshugar með Faux Cils frá YSl, hann gerir augnhárin þvílíkt þykk og falleg. Þetta gjafasett þykir okkur fullkomin gjöf fyrir hvaða pjattrófu sem er!

Fyrir ömmu

Við viljum líka dekra við ömmu. Þá koma dásamlegu kremin frá Biotherm sterklega til greina.

Við höfum persónulega mjög góða reynslu af kremunum sem við höfum prófað frá Biotherm. Mælum heilshugar með!

Fyrir húðvörudúlluna

Hverjir elska ekki að hugsa vel um húðina og dekra svolítið við hana? Á markaðnum eru auðvitað urmullin öll af allskyns serum-um og kremum en þessi hér klikka ekki að okkar mati.

IT Cosmetics-snyrtivörurnar eru prófaðar af húð-og lýtalæknum og ættu því að vera alveg skotheldar. Glycolic Peel-ið gerir húðina silkimjúka og ljómandi á meðan Retinol-ið er eitt fárra innihaldsefna sem sannað hefur virkni sína gegn fínum línum og hrukkum.

Night Reboot er tjúllað næturserum sem húðin okkar hreinlega elskar.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.