Kynning

Nýjungar frá SENSAI á Tax Free

Íslenskar konur virðast ekki fá nóg af snyrtivörunum frá SENSAI. Hér kynnum við til leiks nýjar og spennandi snyrtivörur sem voru að koma á markað sem gefa augnumgjörðinni gullfallegt yfirbragð.

Kynning

Nýjungar frá SENSAI á Tax Free

Íslenskar konur virðast ekki fá nóg af snyrtivörunum frá SENSAI. Hér kynnum við til leiks nýjar og spennandi snyrtivörur sem voru að koma á markað sem gefa augnumgjörðinni gullfallegt yfirbragð.

Total Eye Treatment

Húðrútína fyrir augnsvæðið sem á sér enga hliðstæðu. Nýja Cool and Warm Eye Care-húðrútínan veitir í senn sýnilegan árangur og ánægju allra skynfæra. Nærir augnsvæðið og gefur augnumgjörðinni fallega perlukenndan ljóma.

Refreshing Eye Essence og Melty Rich Eye Cream er dásamleg ný tvenna fyrir augnumgjörðina frá SENSAI.

SENSAI MELTY RICH EYE CREAM

Perlukennt krem sem nuddað er á húðina og hitar upp svæðið í kringum augun. Kremið dregur úr þrota, dökkum baugum og hrukkum og endurheimtir sýnilegan þéttleika húðarinnar. Perlulitarefnin vekja augun og ljá þeim ferskan ljóma svo þau virðast stærri og opnari.  Á morgnana laðar hlýtt og perlukennt kremið fram fallegt blik augnanna.

REFRESHING EYE ESSENCE

Á kvöldin bætist kælandi og silkimjúkt augngelið REFRESHING EYE ESSENCE við sem mótar augnsvæðið fallega. Silkimjúkt gel sem borið er á húðina með ryð- og nikkelfrírri andlitsrúllu sem rennt er mjúklega yfir augnsvæðið og ennið og hefur kælandi áhrif á húðina. Gelið inniheldur Total Eye Complex-blöndu sem endurglæðir húðina og gefur henni raka. Þegar fínar línur og hrukkur verða sýnilega sléttari birtir yfir augunum og þau fá að njóta sín.

Total Eye Treatment-tvennan frá SENSAI fæst nú á Tax Free-afslætti í Hagkaup, Smáralind.

Augnháranæring

Augnháranæring sem er sérhönnuð til að næra augnhárin og styrkja viðkvæm, þunn og þurr augnhár. Augnhárin verða sterkari og heilbrigðari með náttúrulegri sveigju sem undirstrikar ljómann í augunum.

Total Lip Treatment

Varanæringin vinsæla frá SENSAI snýr aftur nú betri en nokkru sinni fyrr. Þessi nýja og silkimjúka formúla gefur vörunum ómótstæðilegan raka og næringu. Hún smýgur djúpt undir yfirborð varanna, beinir athyglinni að útlínum þeirra og veitir þeim náttúrulega fyllingu. Háþróuð formúlan er silkimjúk viðkomu en helst jafnframt á sínum stað. Njóttu þess að vera með þrýstnar og fallegar varir. Við elskum að nota þessa fyrir svefninn!

Snyrtivörurnar frá SENSAI eru á heimsmælikvarða og við mælum með því að kynna sér úrvalið á Tax Free-afslætti í Hagkaup, Smáralind dagana 1.-8. september.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.