Nýtt og sjúklega spennandi á Tax Free

Við erum alltaf eins og krakkar í nammibúð í snyrtivörudeildinni á Tax Free dögum sem eru núna í heila viku eða til 3. mars í Hagkaup, Smáralind. Förðunarfræðingur okkar er með puttann á púlsinum og segir okkur frá því sem er nýtt og sjúklega spennandi í snyrtivörubransanum sem vert er að skoða nánar.

Nýtt og sjúklega spennandi á Tax Free

Við erum alltaf eins og krakkar í nammibúð í snyrtivörudeildinni á Tax Free dögum sem eru núna í heila viku eða til 3. mars í Hagkaup, Smáralind. Förðunarfræðingur okkar er með puttann á púlsinum og segir okkur frá því sem er nýtt og sjúklega spennandi í snyrtivörubransanum sem vert er að skoða nánar.

L´Essentiel frá Guerlain er einn allra mest spennandi farði sem komið hefur á markað síðustu ár, að okkar mati. Innihaldsefnin í farðanum eru 97% náttúruleg og umbúðirnar minna á fallegt ilmvatnsglas. L´Essentiel gefur húðinni gullfallegan ljóma, hylur og helst vel á húðinni yfir daginn.

Við vitum um eina unglingsdóttur sem stal þessu nýja kremi af móður sinni um daginn með þessari umsögn: „Þetta er það besta ever! Gefur lit og raka og engir flekkir. Ég ætla alltaf að eiga svona!“ Okkur þykir fleiri orð óþörf. Þetta gelkennda litaða dagkrem er snilld.

Augabrúnagelið frá bareMinerals lofar betri brúnum á átta vikum. Við hoppum á þann vagn, allan daginn!

Hversu guðdómlega falleg er nýja augnskuggapallettan frá YSL?

Ný og enn öflugri formúla af seruminu sem allar konur elska. Um að gera að gera vel við sig og fjárfesta í einni krukku á Tax Free. Húðin þín mun þakka þér!

Total Lip Gloss frá Sensai er költ snyrtivara sem hefur notið mikilla vinsælda enda sérlega nærandi og fallegur gloss. Nú hafa þrír spennandi litir bæst í flóruna og við erum húrrandi spenntar!

Við erum húkt á Total Lip Treatment kreminu frá Sensai. Testing is believing! Vinsælasta vara Sensai snýr aftur betri en nokkru sinni fyrr.
Þessi nýja og silkimjúka formúla ljáir vörunum raka og næringu. Hún smýgur djúpt undir yfirborð varanna, beinir athyglinni að útlínum þeirra og veitir þeim náttúrulega fyllingu.

Allt sem við höfum prófað frá snyrtivöruframleiðandanum Gosh hefur komið okkur skemmtilega á óvart. Gæðin eru í engum takti við hagstæðan verðmiðann. Matte eyelinerarnir eru engin undantekning. Ef þú leitar að góðum, mjúkum og endingagóðum eyeliner er þessi málið!

Forever Skin Veil er nýr og spennandi farðagrunnur frá Dior sem gefur húðinni fallegan ljóma og undirbýr vel fyrir farða. Hann gefur húðinni þetta „eitthvað extra“ sem við sækjumst allar eftir. Í þessum fallegu CD-umbúðum leynist svo laust púður til að setja farða en umbúðirnar einar og sér réttlæta nánast kaupin að okkar mati!

Talandi um nýjungar þá mun ný og endurbætt formúla af einni mest seldu snyrtivöru landsins, Bronzing Gelinu, koma á markað á næstu dögum. Þess vegna er hægt að gera sjúklega góð kaup á eldri formúlunni sem flestar konur þekkja á um helmingsafslætti til 3. mars. Allir út í búð!

Nýir maskarar

Tveir nýir maskarar hafa litið dagsins ljós á síðustu misserum. Annars vegar Idôle frá Lancôme og hinsvegar Just Click it frá Gosh. Sá fyrrnefndi gefur augnhárunum góða sveigju og greiðir vel úr augnhárunum og auðvelt er að byggja hann upp. Just Click it sækir augljóslega innblásturinn í Better then Sex-maskarann frá Too Faced en burstinn er þykkur og í laginu eins og stundaglas. Þykkir augnhárin mjög vel.

Ný og endurbætt formúla

YSL veit hvað það syngur þegar kemur að förðum.

Ný formúla af farðanum Touche Éclat Le Teint frá YSL er komin á markað og því hægt að gera dúndurkaup á eldri formúlunni. YSL-farðarnir eru í uppáhaldi hjá okkur og við segjum vel þess virði að prófa!
Þetta fjölverkandi serum lýsir þreytta húð, samstundis. Blandað með C-vítamíni auk 5% efna sem aðstoða við að endurbyggja upp glataðar húðfrumur. Formúlan skilar sýnilega mýkri húð og minnkar ásýnd húðhola.
Nýr meðlimur í False Lash Bambi fjölskyldunni frá L´Oréal Paris er mættur í verslanir. Maskarinn gefur ennþá ýktara bamba-lúkk og liftir augnhárunum vel.
False Lash Bambi Oversized maskarinn gerir einmitt það sem nafnið gefur til kynna við augnhárin þín, hann stækkar þau. Burstinn er sveigjanlegur gúmmíbursti sem lyftir upp augnhárunum sem opnar augnumgjörðina. Formúlan inniheldur kollagen og keramíð sem byggja upp augnhárin.

Þú finnur okkur í snyrtivörudeild Hagkaups í Smáralind!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.