Sexí smokey á 2 mínútum (og leynivopnið er á Tax Free)

Sexí smokey á 2 mínútum (og leynivopnið er á Tax Free)

Dragðu litinn í kringum allt augað og blandaðu með fingrunum.

Munurinn á sexí smokey-förðun (þeirri sem maður getur séð fyrir sér franskar konur aðhyllast) og amerískri prom-förðun er einfaldur. Svipað og “bed head”-hár er alltaf flottast daginn eftir (og helst eftir eitthvað aksjón!) þá er smokey-förðun best þegar hún hefur verið á augunum í smátíma. Helst með smá rokk og ról-ívafi og alls ekki of fullkomin. Galdurinn er því ekki að sitja puðandi með mörg lög af skuggum og próf í skyggingafræðum. Kremaður augnskuggapenni er galdurinn. Þú einfaldlega teiknar með honum yfir allt augnlokið og á neðri augnháralínu og blandar með fingrunum. Voilá! Stundum er einfaldleikinn hreinlega bestur. Nú eru förðunarvörur og ilmir á Tax Free í Lyfju í Smáralind og þar fæst Ombre Hypnôse Stylo frá Lancôme.

Ombre Hypnôse Stylo frá Lancôme er í uppáhaldi hjá okkur í lit númer 24. Hann er fullkominn dagsdaglega.
Sexí smokey-förðun með ljósum tón.

Augnskuggapennarnir koma í mörgum litum og því auðvelt að taka lúkkið frá degi til kvölds og hafa dekkri lit meðferðis í veskinu fyrir dramatískari kvöldförðun á núlleinni.

Lisa Eldridge, förðunarfræðingur og listrænn stjórnandi Lancôme, er með mörg myndbönd á Youtube þar sem hún sýnir augnskuggapennann góða í notkun.

Nú er Tax Free af förðunarvörum og ilmvötnum í Lyfju, Smáralind til 27. júlí.

Meira spennandi

Haustförðun 2020

Klassísk fegurð Steldu lúkkinu Augnskuggapallettan Grand Bal 539 frá Dior.Aura Dew augnskuggi og highlighter...

Þess virði að kaupa á Tax Free að mati förðunarfræðings

Húð Þetta serum kom okkur skemmtilega...

Sérfræðingur frá Shiseido mælir með snyrtivörum (og 20% afsláttur!)

Við byrjum á því að spyrja Natalie hvað væri að finna í snyrtibuddunni hennar ef hún mætti bara velja fimm hluti....

Það besta frá DIOR (og 15% afsláttur!)

Augnskuggaformúlan frá Dior er talin vera með þeim allra bestu í bransanum. Silkimjúkur skugginn rennur...

Förðunarfræðingur mælir með á Tax Free

Við fögnum komu Dior aftur til landsins. Augnskuggarnir frá tískuhúsinu eru á sérstalli í okkar bókum og liturinn 530...

Hvaða húðvörur virka og í hvaða röð á að bera þær á?

Margir vita að Hyaluronic-sýra er besti rakagjafinn. Retinol virkar vel á fínar línur og C-vítamín til að fríska húðina við. Sólarvörn er...

Uppáhöld snyrtivöru­merkja­stjóra

Ef þú mættir bara velja 5 hluti í snyrtibudduna, hvað myndum við finna? Ég elska...

Extra sæt partýtrix

Þið hafið væntanlega heyrt það nokkrum sinnum áður en undirbúningur fyrir farða skiptir miklu máli. Húðin þarf að vera vel nærð...

Stjörnusminka mælir með bestu snyrtivörunum

Uppáhalds farði?  "Ég á erfitt með að velja á milli Les Beiges Sheer Healthy Glow Tinted Moisturizer frá...

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 20.000 kr. gjafakort Smáralindar.