Kynning

Silkimjúk eins og kasmír

Nýlega kom til landsins splunkuný burstalína frá Real Techniques sem er eitt af vinsælustu förðunarburstavörumerkjum í heiminum og þekkt fyrir bursta í hæsta gæðaflokki á góðu verði. Línan heitir Cashmere Dreams og er allt það sem við óskum okkur – gullfallegir hágæðaburstar! Kynnum okkur þá aðeins betur.

Kynning

Silkimjúk eins og kasmír

Nýlega kom til landsins splunkuný burstalína frá Real Techniques sem er eitt af vinsælustu förðunarburstavörumerkjum í heiminum og þekkt fyrir bursta í hæsta gæðaflokki á góðu verði. Línan heitir Cashmere Dreams og er allt það sem við óskum okkur – gullfallegir hágæðaburstar! Kynnum okkur þá aðeins betur.

Nýlega kom til landsins splunkuný burstalína frá Real Techniques. Real Techniques er eitt af vinsælustu förðunarbursta vörumerkjum í heiminum, og þekkt fyrir bursta í hæsta gæðaflokki á góðu verði. Allir burstarnir eru vegan og cruelty free, og nýja línan er þar engin undantekning. Hún ber nafnið Cashmere Dreams og er allt það sem við óskum okkur – gullfallegir hágæðaburstar!

Cashmere Dreams-línan inniheldur sex staka bursta og stórglæsilegt augnburstasett. Burstarnir í línunni eru einstaklega mjúkir og áferðin á hárunum er eins og á silkimjúku kasmír. Þeir eru hannaðir til að blanda förðunarvörur einstaklega vel, svo áferðin verður fullkomin. Mýkt og þéttleiki háranna gefur förðunarvörum náttúrulega þekju, svo burstarnir henta sérstaklega vel í léttari förðunarlúkk. Í línunni má finna bursta fyrir púður, skyggingar, kinnalit, farða, highlighter, hyljara, augu og augabrúnir.

Cashmere Dreams Complexion-burstinn gefur andlitinu fullkominn grunn með krem-eða fljótandi farða. Hárin eru þétt og klippt í boga, sem blandar farðann fullkomlega og gefur létta þekju.
Cashmere Dreams Powder-burstinn er með löngum og „fluffy“ hárum, sem henta fullkomlega til að fá mjúka og matta áferð á púður- förðunarvörur.
Cashmere Dreams Contour Fan-burstinn hentar frábærlega í skyggingar og „contour“-makeup og gefur létta og mjúka áferð. Burstinn er í laginu eins og blævængur og með þéttum hárum. Mjóa hlið burstans passar fullkomlega til að skyggja undir kinnbeinum, meðfram hárlínunni og undir kjálkanum.
Cashmere Dreams Blush-burstinn er frábær í púður eða kremkinnalit til að gefa kinnunum léttan lit. Burstinn blandar kinnalitnum fullkomlega svo áferðin verður ljómandi falleg.
Cashmere Dreams Highlight-burstinn er einstaklega mjúkur og gefur létta áferð á highlighter-förðunarvörur. Passar fullkomlega til að strjúka yfir kinnbeinin og hápunkta andlitsins fyrir dásamlegan ljóma.
Cashmere Dreams Concealer-burstinn er þéttur og með stuttum hárum sem henta vel til að blanda hyljara. Áferðin verður „blörruð“ og auðvelt að byggja hyljarann upp.

Cashmere Dreams Eye Fantasy Kit inniheldur 6 augnbursta ásamt fallegri tösku sem burstarnir passa í. Settið inniheldur:

024 Brow+Spoolie bursti: Skáskorinn bursti sem er frábær til að móta og fylla inn í augabrúnir, og er með greiðu á öðrum endanum.

019 Angled Concealer: Þéttur bursti sem blandar hyljara fullkomlega undir augnsvæðið.

022 Pointed Shadow: Augnskuggabursti sem er frábær til að byggja upp lit, og lag burstans gerir þér kleift að stjórna nákvæmlega staðsetningu augnskuggans.

018 Detailer: Lítill bursti sem hentar vel til að bera highlight í innri krók augnsvæðisins eða undir augabrúnina og til að dreifa úr eyeliner.

023 Blending Shadow: Frábær blöndunarbursti fyrir augnskugga sem blandar lit og byggir upp dýpt.

016 Angled Liner: Flatur eyeliner-bursti sem auðvelt er að nota í fljótandi-eða gel eyeliner til að gera fullkomlega beina línu.

Miracle Complexion Sponge-svampurinn er í miklu uppáhaldi hjá förðunarfræðingi HÉRER. Hún notar hann rakann í fljótandi farða, til að setja púður, í hyljara eða fljótandi eða kremaðan highlighter.

Miracle Complexion Sponge-svampurinn er í miklu uppáhaldi hjá förðunarfræðingi HÉRER. Hún notar hann rakann í fljótandi farða, til að setja púður, í hyljara eða fljótandi eða kremaðan highlighter.

Meira spennandi

Húðvörurnar sem franskar konur fá ekki nóg af

Franskar konur eru þekktar fyrir að búa yfir allskyns fegurðarleyndarmálum og hver veit nema nokkur þeirra leynist meðal varanna sem eru í...

Heimsókn til tískugyðju

Kolbrún Anna ber það ekki utan á sér að hafa "krassað andlega" eins og hún orðar það en það sýnir svart á...

Gjafakassi frá Bioeffect í jólapakkann

EGF EssentialsGjafasett fyrir heilbrigða húð sem inniheldur EGF serum húðdropa og tvær lúxusprufur.

Undraefnið sem allir geta notað

Hýalúronsýra eða Hyaluronic Acid er innihaldsefni sem allir geta notað en það er náttúrulegt efni sem finnst í húðinni. Þegar við fæðumst...

Langar þig í lengri augnhár eða þykkara hár?

Mest selda augnháraserumið í Sephora heitir GrandeLASH-MD. Það fæst núna í Hagkaup í Smáralind og það virkar! Augnhárin verða...

Förðunarfræðingur mælir með frá Guerlain

Fyrir nokkrum árum kom ilmurinn Mon Guerlain á markað og við fengum að kynnast honum og sögunni á bakvið...

Bestu farðarnir í bransanum

Lituð dagkrem Complexion Rescue frá bareMinerals er gelkennt litað dagkrem sem gefur létta þekju og fallegan ljóma á...

Bjútífúl brúnir

Augabrúnirnar ramma augun inn og eru mikil andlitsprýði. Ýmsar vörur hafa komið á markað síðustu árin eftir að þær...

Haustförðun 2020

Klassísk fegurð Steldu lúkkinu Augnskuggapallettan Grand Bal 539 frá Dior.Aura Dew augnskuggi og highlighter...

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.