Kynning

Silkimjúk eins og kasmír

Nýlega kom til landsins splunkuný burstalína frá Real Techniques sem er eitt af vinsælustu förðunarburstavörumerkjum í heiminum og þekkt fyrir bursta í hæsta gæðaflokki á góðu verði. Línan heitir Cashmere Dreams og er allt það sem við óskum okkur – gullfallegir hágæðaburstar! Kynnum okkur þá aðeins betur.

Kynning

Silkimjúk eins og kasmír

Nýlega kom til landsins splunkuný burstalína frá Real Techniques sem er eitt af vinsælustu förðunarburstavörumerkjum í heiminum og þekkt fyrir bursta í hæsta gæðaflokki á góðu verði. Línan heitir Cashmere Dreams og er allt það sem við óskum okkur – gullfallegir hágæðaburstar! Kynnum okkur þá aðeins betur.

Nýlega kom til landsins splunkuný burstalína frá Real Techniques. Real Techniques er eitt af vinsælustu förðunarbursta vörumerkjum í heiminum, og þekkt fyrir bursta í hæsta gæðaflokki á góðu verði. Allir burstarnir eru vegan og cruelty free, og nýja línan er þar engin undantekning. Hún ber nafnið Cashmere Dreams og er allt það sem við óskum okkur – gullfallegir hágæðaburstar!

Cashmere Dreams-línan inniheldur sex staka bursta og stórglæsilegt augnburstasett. Burstarnir í línunni eru einstaklega mjúkir og áferðin á hárunum er eins og á silkimjúku kasmír. Þeir eru hannaðir til að blanda förðunarvörur einstaklega vel, svo áferðin verður fullkomin. Mýkt og þéttleiki háranna gefur förðunarvörum náttúrulega þekju, svo burstarnir henta sérstaklega vel í léttari förðunarlúkk. Í línunni má finna bursta fyrir púður, skyggingar, kinnalit, farða, highlighter, hyljara, augu og augabrúnir.

Cashmere Dreams Complexion-burstinn gefur andlitinu fullkominn grunn með krem-eða fljótandi farða. Hárin eru þétt og klippt í boga, sem blandar farðann fullkomlega og gefur létta þekju.
Cashmere Dreams Powder-burstinn er með löngum og „fluffy“ hárum, sem henta fullkomlega til að fá mjúka og matta áferð á púður- förðunarvörur.
Cashmere Dreams Contour Fan-burstinn hentar frábærlega í skyggingar og „contour“-makeup og gefur létta og mjúka áferð. Burstinn er í laginu eins og blævængur og með þéttum hárum. Mjóa hlið burstans passar fullkomlega til að skyggja undir kinnbeinum, meðfram hárlínunni og undir kjálkanum.
Cashmere Dreams Blush-burstinn er frábær í púður eða kremkinnalit til að gefa kinnunum léttan lit. Burstinn blandar kinnalitnum fullkomlega svo áferðin verður ljómandi falleg.
Cashmere Dreams Highlight-burstinn er einstaklega mjúkur og gefur létta áferð á highlighter-förðunarvörur. Passar fullkomlega til að strjúka yfir kinnbeinin og hápunkta andlitsins fyrir dásamlegan ljóma.
Cashmere Dreams Concealer-burstinn er þéttur og með stuttum hárum sem henta vel til að blanda hyljara. Áferðin verður „blörruð“ og auðvelt að byggja hyljarann upp.

Cashmere Dreams Eye Fantasy Kit inniheldur 6 augnbursta ásamt fallegri tösku sem burstarnir passa í. Settið inniheldur:

024 Brow+Spoolie bursti: Skáskorinn bursti sem er frábær til að móta og fylla inn í augabrúnir, og er með greiðu á öðrum endanum.

019 Angled Concealer: Þéttur bursti sem blandar hyljara fullkomlega undir augnsvæðið.

022 Pointed Shadow: Augnskuggabursti sem er frábær til að byggja upp lit, og lag burstans gerir þér kleift að stjórna nákvæmlega staðsetningu augnskuggans.

018 Detailer: Lítill bursti sem hentar vel til að bera highlight í innri krók augnsvæðisins eða undir augabrúnina og til að dreifa úr eyeliner.

023 Blending Shadow: Frábær blöndunarbursti fyrir augnskugga sem blandar lit og byggir upp dýpt.

016 Angled Liner: Flatur eyeliner-bursti sem auðvelt er að nota í fljótandi-eða gel eyeliner til að gera fullkomlega beina línu.

Miracle Complexion Sponge-svampurinn er í miklu uppáhaldi hjá förðunarfræðingi HÉRER. Hún notar hann rakann í fljótandi farða, til að setja púður, í hyljara eða fljótandi eða kremaðan highlighter.

Miracle Complexion Sponge-svampurinn er í miklu uppáhaldi hjá förðunarfræðingi HÉRER. Hún notar hann rakann í fljótandi farða, til að setja púður, í hyljara eða fljótandi eða kremaðan highlighter.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.