Kynning

Steldu lúkkinu fyrir Valentínusardaginn

Við höldum upp á dag ástarinnar um helgina og þá er auðvitað tilvalið að njóta í sínu fínasta pússi. Margar af uppáhaldssnyrtivörunum okkar sem koma úr smiðju Dior væru tilvaldar í eitt stykki rómantískt förðunarlúkk.

Kynning

Steldu lúkkinu fyrir Valentínusardaginn

Við höldum upp á dag ástarinnar um helgina og þá er auðvitað tilvalið að njóta í sínu fínasta pússi. Margar af uppáhaldssnyrtivörunum okkar sem koma úr smiðju Dior væru tilvaldar í eitt stykki rómantískt förðunarlúkk.

Ítalska tískuhúsið Alberta Ferretti er þekkt fyrir rómantíska hönnun. Ljómandi húð, rjóðar kinnar og útlit sem undirstrikar náttúrulega fegurð hverrar og einnar konu er því viðeigandi í stíl við þemað. Við ákváðum að „stela stílnum“ fyrir Valentínusardaginn og völdum nokkrar af okkar uppáhaldsvörum frá Dior í djobbið.

Baksviðs hjá Alberta Ferretti.
dior
Forever Skin Veil er nýr og spennandi farðagrunnur með sólarvörn spf 20 sem gefur húðinni ljóma, raka og húðinni fallega hulu áður en farði er borinn á. Við getum ekki sagt það of oft: það að grunna húðina og næra fyrir farðaásetningu er möst!

Einn af okkar allra uppáhaldsförðum heitir Forever Skin Glow. Hann gefur einstakan ljóma, hylur vel en er ótrúlega náttúrulegur á húðinni. Allt sem við gætum óskað okkur í einu farðaglasi.

Kinnalitirnir frá Dior eru á sérstalli og einstaklega vinsælir hjá bjútígúrúum um heim allan. Liturinn 250 Bal er sjúklega sætur bleikur tónn sem smellpassar í þetta rómantíska lúkk.

Diorshow 24H augnblýantarnir eru kremaðir og haldast á augunum endalaust. Liturinn Pearly Bronze lætur alla augnliti njóta sín til fullnustu. Notist upp við augnháralínuna, örlítið undir augum og jafnvel inn í vatnslínu augnanna ef þú ert í sexí stuði.

Pump N´Brow er snyrtivara sem er alltaf til í snyrtibuddunni okkar. Brilljant augabrúnagel sem gefur lit og heldur brúnunum á sínum stað. Brooke Shields hvað?

Forever Skin Correct er uppáhaldshyljarinn okkar. Hylur eins og enginn sé morgundagurinn, einstaklega kremaður og náttúrulegur en helst á allan daginn. Fimm stjörnur af fimm mögulegum.

Maskararnir frá Dior eru í uppáhaldi margra og eitthvað til fyrir alla, hvort sem þú leitast eftir vel greiddum og náttúrulegum augnhárum eða lengd, þykkt og sveigju.

Til að gefa vörunum djúsí útlit mælum við með Lip Glow varaolíunni í litnum Rosewood. Fullkomnun!

Forever Cushion Powder er laust púður sem er fullkomið til að setja förðunina fallega. Mælum með því að nota það yfir t-svæðið en leyfa kinnbeinunum að ljóma. Við erum ekki frá því að þetta púður komi í fallegustu umbúðum sem við höfum séð.
Pièce De Résistance er svo að sjálfsögðu þinn persónulegi ilmur. Miss Dior Absolutely Blooming er rómantískur blómailmur sem setur punktinn yfir i-ið.

Þú getur fengið Dior-ilmina í Rollerball-útgáfu sem eru hentugir í veskið til að fríska sig við yfir daginn.

Tips!

Nú hafa fjölmargir litir, litatónar og áferðir bæst við vinsælu varalitaflóruna frá Dior og þeir eru einnig til í sérstakri, súpersmart Valentínusarútgáfu sem væri auðvitað hin fullkomna gjöf frá þér til þín hvaða dag ársins sem er!

Rauðar varir eru líka alltaf sjúklega sexí. Ef þú ert að leita að hinum fullkomna rauða lit mælum við með númer 999 frá Dior í Valentínusarútgáfu. Muah!

Goðsagnakenndi liturinn 999 er frá árinu 1953 en þá hannaði Christian Dior 9 varaliti fyrir 99 fyrirsætur til að vera með á sýningu hátískuhússins. Talan 9 var lukkunúmerið hans. Fyrir nokkrum árum kom nútímaleg útgáfa varalitarins á markað undir heitinu 999. Hér sést hann í Valentínusarútgáfu. Hversu gordjöss?

Höldum upp á ástina, alla daga!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.