Stjörnusminka mælir með bestu snyrtivörunum

Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir er ein allra reyndasta sminka landsins. Hún hefur unnið við kvikmyndir, auglýsinga- og tískumyndatökur um árabil og með þeim allra bestu í bransanum. Því var ekki úr vegi að nota tækifærið og spyrja hana spjörunum úr um uppáhaldssnyrtivörurnar hennar.

Stjörnusminka mælir með bestu snyrtivörunum

Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir er ein allra reyndasta sminka landsins. Hún hefur unnið við kvikmyndir, auglýsinga- og tískumyndatökur um árabil og með þeim allra bestu í bransanum. Því var ekki úr vegi að nota tækifærið og spyrja hana spjörunum úr um uppáhaldssnyrtivörurnar hennar.

Uppáhalds farði? 

„Ég á erfitt með að velja á milli Les Beiges Sheer Healthy Glow Tinted Moisturizer frá Chanel og Luminous Silk Foundation frá Giorgio Armani. Sá fyrrnefndi er frábær dagsdaglega, léttur og fallegur. Armani er aðeins meira spari og nota ég hann þegar ég vil vera mjög fín.“

Uppáhalds augnskuggapalletta?

„Ég er að safna pallettum frá Chanel og YSL, þessum litlu með fjórum til fimm litum í. Ég fylgist vel með hverju „seasoni“ og safna, þær eru svo margar fallegar.“

Chanel-augnskuggapalletturnar eru augnakonfekt.
Guðbjörg Huldís safnar augnskuggapallettum frá YSL og Chanel.

Uppáhaldsmaskari?

MAC Extended Play Gigablack Lash. Ég hef notað hann í nokkur ár, bæði þegar ég sminka og á sjálfa mig.

Uppáhaldshyljari?

RMS Beauty Un-cover up og Bobbi Brown Creamy Concealer Kit-palletta.

Besta förðunartips sem þú getur gefið? 

„Gott krem undir farða er mjög mikilvægt til að fá réttu áferðina.“

Hvaða förðunartrendi sérðu eftir að hafa sportað? 

„Dökkri varalitalínu með ljósum varalit. Alveg skelfilegt trend.“

Hvaða trend eru framundan?

„Það er alveg ótrúlega margt í gangi núna. Grafískur eyeliner kemur sterkur inn, smokey augnförðun með brúnum tónum, litsterkir varalitir, t.d, en ekki allt á sama tíma samt. Mér finnst „messy“-augnförðun áberandi núna og eins heldur meik með ljóma ennþá vinsældum sínum.“ 

Hvað fer aldrei úr tísku?

„Fallegur ljómi í húðinni. Minn uppáhalds highlighter sem ég nota svo mikið er frá Becca og liturinn heitir Moonstone. Hann gerir alla flotta!“

Uppáhaldsvaralitur?

Alltaf Ruby Woo frá MAC, klassískur og fallegur rauður litur.

Grafískur eyeliner kemur sterkur inn, smokey-augnförðun með brúnum tónum og litsterkur varalitir en ekki allt á sama tíma samt. Mér finnst „messy“-augnförðun áberandi núna og eins heldur meik með ljóma ennþá vinsældum sínum.

Besta kremið?

„Þau eru nú nokkur góðu kremin. Ég er mjög mikill kremanörd og á alltaf gott safn sem virka við mismunandi aðstæður Embryolisse er krem sem hefur verið í kittinum mínu í nokkur ár og er æðislegt beisik rakakrem undir farða. Svo nota ég Weleda Skin Food  frá Weledamikið á mig og alla fjölskylduna og þegar ég farða. Það gefur mikinn raka og fallega áferð og lyktar yndislega, það hentar vel á mjög þurra húð. Þriðja uppáhalds kremið er frá merki sem heiti Evolve og kallast Daily Renew Facial Cream. Það nota ég mikið á sjálfa mig og ég sé alltaf góða breytingu á húðinni minni þegar ég nota það.“

Hver eru svo stærstu verkefnin sem þú hefur tekið að þér?

„Eitt stærsta verkefni sem ég hef gert og er mér efst í huga er sænsk sjónvarpsería sem heitir Thin Ice og verður frumsýnd fyrripart næsta árs. Ég sá um að hanna allt útlit (make up designer) og það var mjög krefjandi en á samas tíma skemmtilegt. Tökur tóku um þrjá mánuði og ég var með fjóra frábæra hár-og make up artista með mér að keyra verkefnið sem samanstóð af 100 leikurum og 400 aukaleikurum. Mjög spennandi thriller og frábært handrit.“

Hver eru nýjustu verkefnin?

„Ég var nýlega með í tökum á Eurovision-mynd sem Will Ferrell og Pierce Brosnan fara með hlutverk í og leika íslendinga. Það var mjög stór framleiðsla og lærdómsrík. Einnig frábært tækifæri að vera með og sjá inní kjarna ameríska kvikmyndageirans. Þar var mjög flott fagfólk í hverju horni og það gaf mér mikinn innblástur og vítamín fyrir það sem ég geri. Ég sá einnig um að hanna útlit fyrir bíómyndina Agnes Joy og það var eitt af mínum uppáhalds verkefnum sem ég hef tekið þátt í. Þar var hæfileikaríkur hópur af fólki samankominn og alltaf rosa gaman í vinnunni. Mikið hlegið og allir unnu sem eitt, ég er mjög stolt af því verkefni,“ segir Guðbjörg Huldís að lokum og er rokin í enn eitt förðunarverkefnið. 

Ég var nýlega með í tökum á Eurovision-mynd sem Will Ferrell og Pierce Brosnan fara með hlutverk í og leika íslendinga. Það var mjög stór framleiðsla og lærdómsrík. Einnig frábært tækifæri að vera með og sjá inn í kjarna ameríska kvikmyndageirans.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.