Svona er hárið á kúl stelpunum 2021

Ef þig vantar innblástur fyrir næstu klippingu og ert spennt fyrir breytingu erum við með nokkrar ferskar hugmyndir fyrir þig. Svona eru kúl stelpurnar klipptar árið 2021.

Svona er hárið á kúl stelpunum 2021

Ef þig vantar innblástur fyrir næstu klippingu og ert spennt fyrir breytingu erum við með nokkrar ferskar hugmyndir fyrir þig. Svona eru kúl stelpurnar klipptar árið 2021.


Lindu effektinn

Við höfum beðið eftir því í ofvæni að Lindu Evangelistu-drengjakollurinn komi aftur í tísku. Svo virðist sem tískukrádið sé allavega loksins að kveikja á stílnum, enn á ný.

Linda í þá gömlu, góðu.

Söngkonan Dua Lipa pósaði á forsíðu febrúartölublaðs breska Vogue í anda Lindu og fyrirsætan Irina Shayk sást einnig sporta drengjakolli á forsíðu tælensku útgáfunnar.

Instagram-stjörnurnar eru líka búnar að kveikja á stílnum. Mynd: @MISSTPW.
Hárkrem kemur sér vel þegar stutt hár er annars vegar. Lyfja, 1.815 kr.

Það þarf ákveðinn töffara til þess að þora í drengjakollinn. Þessi dásamlega danska götustílsstjarna er alveg meðidda!

Mynd: IMAXtree.
Mynd: IMAXtree.


Bob

Ef við erum ekki að selja þér drengjakollinn er bob-klippingin svokallaða hugsanlega frekar möguleiki.

Kaia Gerber á tískusýningarpalli fyrir Etro vorið 2021. Smart sídd sem undirstrikar kjálkalínuna fallega. (Ekki að Kaia þurfi einhverja hjálp!)

Beinar línur og sléttujárn kemur hér sterkt inn!

Liðað og óreglulegt er líka alltaf áreynslulaust og smart.

Mjög svo franskt og kynþokkafullt útlit þar sem toppurinn spilar stóra rullu.
Krullað hár nýtur sín vel í þessari sídd.

Axlarsítt

Er líka smart.

Axlarsítt hár sem búið er að krulla með keilujárni gefur elegant útlit í stíl við Chanel frá toppi táar(!)

Mynd: IMAXtree.
Áreynslulaust og súper-chic!

Við erum sjúklega skotnar í þessum stíl. Krullað, axlarsítt hár með toppi í stíl er „statement“.

Mynd: IMAXtree.

Vonandi gefur þessi grein þér nokkrar hugmyndir fyrir næstu klippingu!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.