Það besta frá DIOR (og 15% afsláttur!)

Ófáir snyrtivöruaðdáendur tóku gleði sína á ný þegar Dior kom aftur í sölu hér á landi. Sérlega girnileg sending með tólf nýjum augnkuggapallettum og freistandi gullmolum var að koma í Hagkaup í Smáralind sem býður 15% afslátt af Dior til 26. ágúst. Hér er það sem förðunarfræðingur okkar mælir heilshugar með frá snyrtivörurisanum.

Það besta frá DIOR (og 15% afsláttur!)

Ófáir snyrtivöruaðdáendur tóku gleði sína á ný þegar Dior kom aftur í sölu hér á landi. Sérlega girnileg sending með tólf nýjum augnkuggapallettum og freistandi gullmolum var að koma í Hagkaup í Smáralind sem býður 15% afslátt af Dior til 26. ágúst. Hér er það sem förðunarfræðingur okkar mælir heilshugar með frá snyrtivörurisanum.

Forever Skin Glow er farði sem gefur miðlungsþekju og gullfallegan ljóma og endist vel á húðinni yfir daginn. Hann fær meðmæli frá okkur!

Augnskuggaformúlan frá Dior er talin vera með þeim allra bestu í bransanum. Silkimjúkur skugginn rennur fallega yfir augnlokin án þess að setjast í línur. Fimm skugga-palletturnar eru líka samansettar svo auðvelt er að skapa lúkk sem meikar sens. Tólf nýjar pallettur voru að koma í hús í Hagkaup í Smáralind.

Kinnalitirnir frá Dior hafa getið sér gott orð og í okkar bókum er formúlan ein sú allra endingarbesta sem til er. Það eru fáir kinnalitir sem við höfum komist í tæri við sem endast á húðinni allan liðlangan daginn. Uppáhaldsliturinn okkar heitir Rose Baiser.

Ef þú ert að leita að varablýanti sem auðvelt er að nota til að stækka varirnar í lit sem gengur við hvað sem er þá er varablýanturinn frá Dior í litnum Grege þinn besti vinur.
Leikkonan gullfallega Natalie Portman er andlit Dior.
Forever Skin Correct er fullþekjandi hyljari að okkar skapi.

Diorshow Iconic Overcurl er í uppáhaldi hjá mörgum en hann er nú kominn í Hagkaup, Smáralind í endurbættri útgáfu og í þremur litum.

Augabrúnagelið Pump´N´Brow gefur brúnunum þykkara útlit og lit á sama tíma.

Sjáumst í snyrtivörudeild Hagkaups í Smáralind! Við verðum við Dior-rekkann…

Meira spennandi

Haustförðun 2020

Klassísk fegurð Steldu lúkkinu Augnskuggapallettan Grand Bal 539 frá Dior.Aura Dew augnskuggi og highlighter...

Þess virði að kaupa á Tax Free að mati förðunarfræðings

Húð Þetta serum kom okkur skemmtilega...

Sérfræðingur frá Shiseido mælir með snyrtivörum (og 20% afsláttur!)

Við byrjum á því að spyrja Natalie hvað væri að finna í snyrtibuddunni hennar ef hún mætti bara velja fimm hluti....

Sexí smokey á 2 mínútum (og leynivopnið er á Tax Free)

Munurinn á sexí smokey-förðun (þeirri sem maður getur séð fyrir sér franskar konur aðhyllast) og amerískri prom-förðun...

Förðunarfræðingur mælir með á Tax Free

Við fögnum komu Dior aftur til landsins. Augnskuggarnir frá tískuhúsinu eru á sérstalli í okkar bókum og liturinn 530...

Hvaða húðvörur virka og í hvaða röð á að bera þær á?

Margir vita að Hyaluronic-sýra er besti rakagjafinn. Retinol virkar vel á fínar línur og C-vítamín til að fríska húðina við. Sólarvörn er...

Uppáhöld snyrtivöru­merkja­stjóra

Ef þú mættir bara velja 5 hluti í snyrtibudduna, hvað myndum við finna? Ég elska...

Extra sæt partýtrix

Þið hafið væntanlega heyrt það nokkrum sinnum áður en undirbúningur fyrir farða skiptir miklu máli. Húðin þarf að vera vel nærð...

Stjörnusminka mælir með bestu snyrtivörunum

Uppáhalds farði?  "Ég á erfitt með að velja á milli Les Beiges Sheer Healthy Glow Tinted Moisturizer frá...

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 20.000 kr. gjafakort Smáralindar.