Það besta frá DIOR

Ófáir snyrtivöruaðdáendur tóku gleði sína á ný þegar Dior kom aftur í sölu hér á landi. Sérlega girnileg sending með tólf nýjum augnkuggapallettum og freistandi gullmolum var að koma í Hagkaup í Smáralind sem býður 15% afslátt af Dior til 26. ágúst. Hér er það sem förðunarfræðingur okkar mælir heilshugar með frá snyrtivörurisanum.

Það besta frá DIOR

Ófáir snyrtivöruaðdáendur tóku gleði sína á ný þegar Dior kom aftur í sölu hér á landi. Sérlega girnileg sending með tólf nýjum augnkuggapallettum og freistandi gullmolum var að koma í Hagkaup í Smáralind sem býður 15% afslátt af Dior til 26. ágúst. Hér er það sem förðunarfræðingur okkar mælir heilshugar með frá snyrtivörurisanum.

Forever Skin Glow er farði sem gefur miðlungsþekju og gullfallegan ljóma og endist vel á húðinni yfir daginn. Hann fær meðmæli frá okkur!

Augnskuggaformúlan frá Dior er talin vera með þeim allra bestu í bransanum. Silkimjúkur skugginn rennur fallega yfir augnlokin án þess að setjast í línur. Fimm skugga-palletturnar eru líka samansettar svo auðvelt er að skapa lúkk sem meikar sens. Tólf nýjar pallettur voru að koma í hús í Hagkaup í Smáralind.

Kinnalitirnir frá Dior hafa getið sér gott orð og í okkar bókum er formúlan ein sú allra endingarbesta sem til er. Það eru fáir kinnalitir sem við höfum komist í tæri við sem endast á húðinni allan liðlangan daginn. Uppáhaldsliturinn okkar heitir Rose Baiser.

Ef þú ert að leita að varablýanti sem auðvelt er að nota til að stækka varirnar í lit sem gengur við hvað sem er þá er varablýanturinn frá Dior í litnum Grege þinn besti vinur.
Leikkonan gullfallega Natalie Portman er andlit Dior.
Forever Skin Correct er fullþekjandi hyljari að okkar skapi.

Diorshow Iconic Overcurl er í uppáhaldi hjá mörgum en hann er nú kominn í Hagkaup, Smáralind í endurbættri útgáfu og í þremur litum.

Augabrúnagelið Pump´N´Brow gefur brúnunum þykkara útlit og lit á sama tíma.

Sjáumst í snyrtivörudeild Hagkaups í Smáralind! Við verðum við Dior-rekkann…

Meira spennandi

Húðvörurnar sem franskar konur fá ekki nóg af

Franskar konur eru þekktar fyrir að búa yfir allskyns fegurðarleyndarmálum og hver veit nema nokkur þeirra leynist meðal varanna sem eru í...

Heimsókn til tískugyðju

Kolbrún Anna ber það ekki utan á sér að hafa "krassað andlega" eins og hún orðar það en það sýnir svart á...

Gjafakassi frá Bioeffect í jólapakkann

EGF EssentialsGjafasett fyrir heilbrigða húð sem inniheldur EGF serum húðdropa og tvær lúxusprufur.

Silkimjúk eins og kasmír

Nýlega kom til landsins splunkuný burstalína frá Real Techniques. Real Techniques er eitt af vinsælustu förðunarbursta vörumerkjum í heiminum, og þekkt...

Undraefnið sem allir geta notað

Hýalúronsýra eða Hyaluronic Acid er innihaldsefni sem allir geta notað en það er náttúrulegt efni sem finnst í húðinni. Þegar við fæðumst...

Langar þig í lengri augnhár eða þykkara hár?

Mest selda augnháraserumið í Sephora heitir GrandeLASH-MD. Það fæst núna í Hagkaup í Smáralind og það virkar! Augnhárin verða...

Förðunarfræðingur mælir með frá Guerlain

Fyrir nokkrum árum kom ilmurinn Mon Guerlain á markað og við fengum að kynnast honum og sögunni á bakvið...

Bestu farðarnir í bransanum

Lituð dagkrem Complexion Rescue frá bareMinerals er gelkennt litað dagkrem sem gefur létta þekju og fallegan ljóma á...

Bjútífúl brúnir

Augabrúnirnar ramma augun inn og eru mikil andlitsprýði. Ýmsar vörur hafa komið á markað síðustu árin eftir að þær...

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.