Fara í efni

Þess virði að kaupa á Tax Free að mati förðunarfræðings

Fegurð - 2. september 2020

Við erum alltaf svolítið eins og krakkar í nammibúð þegar Tax Free-dagar byrja. Hvað er betra en að gera dúndurdíl á uppáhaldssnyrtivörunum sínum? Förðunarfræðingur okkar segir að þessar séu bestar. Þá hlustum við!

Húð

Þetta serum kom okkur skemmtilega á óvart og húðin okkar hefur sjaldan verið betri. Glycolic-sýran endurnýjar húðina yfir nótt og maður vaknar bókstaflega ljómandi. Inniheldur einnig olíu sem nærir. Mælum 100% með.

Advanced Night Repair frá Estée Lauder er nú komið í nýjan glerbúning og með enn öflugri formúlu. Fólk um heim allan hefur varla haldið vatni yfir seruminu góða í tæp fjörutíu ár eða síðan Estée sjálf setti það á markað. Á tímabili seldust 10 stykki á mínútu eða heil 600 á klukkutíma! Dómstóll götunnar hefur talað. 5 stjörnur af 5 mögulegum!

Ef þú ert ekki enn komin um borð í C-vítamín-lestina ertu að missa af miklu! Vítamínið góða gerir algert kraftaverk fyrir húðina og Nip+Fab-snyrtivörumerkið er nýtt uppáhald í rútínunni okkar og á kostakjörum í þokkabót.

Hér er nýtt uppáhald á ferð sem inniheldur salicylic-sýru sem er það besta fyrir húð sem á það til að fá sýkingar og bólur. Þessi bleika dásemd er komin í húðrútínuna okkar.

Farðagrunnur

Við vitum flestar að það er gott ráð að undirbúa húðina vel fyrir farða. Það er hinsvegar misjafnt hvers húð hvers og eins þarfnast. Ef þú ert með þurra húð er Skin Food frá Weleda feitt krem sem margir förðunarfræðingar dásama. Glowing Base frá Sensai gefur húðinni raka og gullfallegan ljóma en Oil & Shine Control frá Smashbox er tilvalið fyrir feita húð til að halda glansi á t-svæðinu í lágmarki.

Litað dagkrem

Ertu að leita að lituðu dagkremi sem gefur húðinni ljóma, vörn, lit og raka? Hér eru okkar uppáhöld. Complexion Rescue frá bareMinerals og Ginzing-litaða dagkremið frá Origins.

Farði

Synchro Skin Self-Refreshing-farðinn frá Shiseido er ein besta snyrtivara sem komið hefur á markað síðustu ár. Flókin tækni sem við kunnum ekki að útskýra hefur þau áhrif að farðinn helst á húðinni einstaklega vel yfir daginn og verður eitt með húð hvers og eins. Áferðin er dásamlega falleg og náttúruleg með miðlungsþekju. Við getum líka 100% mælt með hyljaranum í stíl.

Forever Skin Glow er miðlungsþekjandi farði sem gefur húðinni einstakan ljóma sem endist vel á húðinni. Hann er einn af okkar uppáhalds.

Total Finish-farðinn frá Sensai hefur verið kallaður fótósjopp í dós og við getum ekki verið meira sammála. Púður sem hylur vel og er með silkiáferð sem fyllir upp í fínar línur? Við værum frekar að biðja um meira. Besta snyrtivaran til að hafa í veskinu fyrir „touch up“ yfir daginn.

Studio Skin 24 Hour Full Coverage Waterproof-farðinn (úff, langt nafn!) er besti fullþekjandi farði sem við höfum prófað og dómarnir um heim allan eftir því.
Litaúrvalið er breytt í Smashbox-farðanum. Þetta kunnum við að meta!

Highlighter

Becca gerir highlighter best og í uppáhaldi hjá okkur er Shimmering Skin Perfector í fljótandi formi. Ef þú ert að leita að þessu „extra“ sem stjörnurnar hafa þá er þetta málið! Best finnst okkur að bera hann á með dömpum förðunarsvampi frá Real Techniques.

Hyljari

Varir

Ef þú ert að leita að fullkomnu varakombói þá þarftu ekki að leita lengra! Dior Addict Stellar-varaglossinn í lit 640 og varablýanturinn Stunning Nude frá Sensai er skothelt.

Sólarpúður

LES BEIGES Healthy Glow sem er kremað sólar“púður“ er orðið að ákveðnu költi innan snyrtivöruheimsins og ekki að ástæðulausu. Það framkallar sólkysst útlit sem erfitt er að standast. Okkur finnst best að bera það á með þéttum förðunarbursta úr gervihárum.
Sólarpúðrin frá Guerlain eru keppnis og fá sem komast með tærnar þar sem þau eru með hælana.

Við elskum skyggingapallettuna frá NYX. Vel til þess fallin að skyggja andlitið jafnt sem augnumgjörðina. NYX er líka með gæðaförðunarvörur á sanngjörnu verði.

Augu

Brow Blade frá Urban Decay er augabrúnavara í sérflokki. Á öðrum endanum er „túspenni“ sem hljómar mjög skerí en ef notaður rétt og létt framkallar hann strokur sem líkjast hárum. Á hinum endanum er klassískur augabrúnablýantur með mjóum oddi. 100% þess virði að prófa!

Sjálfbrúnka

St. Tropez er okkar „go to“ þegar kemur að sjálfbrúnku. Serumið er æðislegt fyrir andlitið og svo notuð við andlitspreyið af og til yfir vikuna til að fríska litinn við. Hrikalega einföld leið til að gefa húðinni ljóma og lit. Express-froðan er svo í uppáhaldi þegar kemur að brúnku fyrir líkamann. Munið að bera á með hanska og þvo hendur vel eftir notkun!

My Way er nýja uppáhaldsilmvatnið okkar, fullkomin blanda af vanillu, sítrus og blómailmi. Nýjasta viðbótin við ilmvatnsflóru Giorgio Armani og um að gera að tékka á því ef þið eruð á höttunum eftir nýjum ilmi.

Sjáumst á Tax Free í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum