Kynning

Undraefnið sem allir geta notað

Húðin er stærsta líffærið okkar og það er mikilvægt að hugsa vel um hana og setja saman rútínu sem hentar þinni húðgerð. Í dag er mikið talað um alls konar innihaldsefni og líklega mörgum sem finnst flókið og erfitt að átta sig á því í hvaða röð á að nota hvaða innihaldsefni og hvaða vörur á að nota. Okkur langar að reyna að einfalda þetta fyrir ykkur.

Kynning

Undraefnið sem allir geta notað

Húðin er stærsta líffærið okkar og það er mikilvægt að hugsa vel um hana og setja saman rútínu sem hentar þinni húðgerð. Í dag er mikið talað um alls konar innihaldsefni og líklega mörgum sem finnst flókið og erfitt að átta sig á því í hvaða röð á að nota hvaða innihaldsefni og hvaða vörur á að nota. Okkur langar að reyna að einfalda þetta fyrir ykkur.

Hýalúronsýra eða Hyaluronic Acid er innihaldsefni sem allir geta notað en það er náttúrulegt efni sem finnst í húðinni. Þegar við fæðumst er hún stútfull af því en þegar við eldumst þá minnkar náttúrulegt magn af efninu í húðinni okkar.

En hvað er Hyaluronic Acid? Því er best lýst sem rakamiklu innihaldsefni sem gerir húðina þrýstna og fulla af raka. Þannig getur það virkað vel fyrir bæði þurra húð og til að draga úr einkennum öldrunar í húðinni þar sem eitt af fyrstu einkennunum er þurrkur og rakatap. Þess vegna er þetta innihaldsefni sem tilvalið er að nota frekar snemma á lífsleiðinni.

En tölum nú um vörur með Hyaluronic Acid sem geta nýst ykkar húð og hvernig þær virka.

Serum

Með því að nota serum með Hyaluronic Acid fer sýran djúpt inn í húðina og fyllir hana af raka innan frá. Húðin verður því þrýstnari og fær notalega tilfinningu.

Revitalift Filler Serum frá L‘Oréal Paris fæst í Hagkaup og Lyfju, Smáralind.

Hyalu B5-línan frá La Roche-Posay fæst í Lyfju, Smáralind.

Augnkrem

Hyaluronic Acid gefur augnsvæðinu þægilega tilfinningu og styrkir þunnu húðina sem er í kringum augun. Augnsvæðið verður því frísklegra með hverjum deginum sem líður.

Margir hyljarar eru líka komnir með virk innihaldsefni eins og nýju Eye Cream in a Concealer-hyljararnir frá L´Oréal Paris. Þeir fást í Hagkaup og Lyfju, Smáralind.

Dagkrem

Að nota dagkrem með Hyaluronic Acid er sérstaklega gott fyrir rakaþurra húð á hvaða aldri sem er því það veitir húðinni þægindi yfir daginn og auka raka.

Revitalift Filler-línan frá L´Oréal Paris er þekkt fyrir að fylla húðina með Hyaluronic Acid. Vörurnar fást í Hagkaup og Lyfju, Smáralind.

Næturkrem

Almennt eru næturkrem ríkari af virkum innihaldsefnum þar sem það er meira pláss fyrir þau, því næturkrem innihalda t.d ekki sólarvörn sem tekur að sjálfsögðu pláss í mörgum kremum. Með því að nota næturkrem með Hyaluronic Acid fyllist húðin því af raka yfir nóttina.

Ef þú hefur ekki kynnst þessu töfra innihaldsefni getur líka verið sniðugt að prófa ampúlur með Hyaluronic Acid sem gefur húðinni extra mikinn raka. Þú finnur t.d Revitalift Filler-ampúlurnar í Hagkaup og Lyfju, Smáralind.

Nú er tíminn til að gefa húðinni góðan raka fyrir komandi kaldan vetur og rakaþurrk sem getur fylgt íslensku loftslagi.

Meira spennandi

Húðvörurnar sem franskar konur fá ekki nóg af

Franskar konur eru þekktar fyrir að búa yfir allskyns fegurðarleyndarmálum og hver veit nema nokkur þeirra leynist meðal varanna sem eru í...

Heimsókn til tískugyðju

Kolbrún Anna ber það ekki utan á sér að hafa "krassað andlega" eins og hún orðar það en það sýnir svart á...

Gjafakassi frá Bioeffect í jólapakkann

EGF EssentialsGjafasett fyrir heilbrigða húð sem inniheldur EGF serum húðdropa og tvær lúxusprufur.

Silkimjúk eins og kasmír

Nýlega kom til landsins splunkuný burstalína frá Real Techniques. Real Techniques er eitt af vinsælustu förðunarbursta vörumerkjum í heiminum, og þekkt...

Langar þig í lengri augnhár eða þykkara hár?

Mest selda augnháraserumið í Sephora heitir GrandeLASH-MD. Það fæst núna í Hagkaup í Smáralind og það virkar! Augnhárin verða...

Förðunarfræðingur mælir með frá Guerlain

Fyrir nokkrum árum kom ilmurinn Mon Guerlain á markað og við fengum að kynnast honum og sögunni á bakvið...

Bestu farðarnir í bransanum

Lituð dagkrem Complexion Rescue frá bareMinerals er gelkennt litað dagkrem sem gefur létta þekju og fallegan ljóma á...

Bjútífúl brúnir

Augabrúnirnar ramma augun inn og eru mikil andlitsprýði. Ýmsar vörur hafa komið á markað síðustu árin eftir að þær...

Haustförðun 2020

Klassísk fegurð Steldu lúkkinu Augnskuggapallettan Grand Bal 539 frá Dior.Aura Dew augnskuggi og highlighter...

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.