Uppáhöld snyrtivöru­merkja­stjóra

HÉR ER fékk að skyggnast ofan í snyrtibudduna hennar Ástrósar Sigurðardóttur, vörumerkjastjóra hjá snyrtivöruheildsölunni Terma. Hún segir okkur meðal annars hver besti maskari allra tíma er og hvaða snyrtivörur allar konur "verða" að eiga.

Uppáhöld snyrtivöru­merkja­stjóra

HÉR ER fékk að skyggnast ofan í snyrtibudduna hennar Ástrósar Sigurðardóttur, vörumerkjastjóra hjá snyrtivöruheildsölunni Terma. Hún segir okkur meðal annars hver besti maskari allra tíma er og hvaða snyrtivörur allar konur "verða" að eiga.

Ef þú mættir bara velja 5 hluti í snyrtibudduna, hvað myndum við finna?

Ég elska að vera með létta og ljómandi förðun yfir sumarið þegar maður fær smá líf í húðina. Rútínan mín samanstendur af All-in-one Glow ljómafarðanum frá YSL, Touche Éclat gullpennanum, threesome skyggingarpallettu og Brow Blade-augabrúnapenna frá Urban Decay. Svo fer ég aldrei út úr húsi án þess að festa förðunina með All Nighter-setting spreyi.

Hver er sumarilmurinn þinn í ár?

Uppáhalds sumarilmurinn minn síðustu ár er úr Armani Prive línunni, Vert Malachite. Hann er dásamlegur.

Ástrós Sigurðardóttir er vörumerkjastjóri og almannatengill hjá snyrtivöruheildsölunni Terma.

Hvaða förðunartips getur þú gefið okkur?

Við verðum að hafa góðan grunn fyrir förðun svo hún verði jöfn og falleg. Mild hreinsun og rakagefandi krem finnst mér nauðsyn til að ná áferðinni og ljómanum sem ég sækist eftir í förðun og mér finnst jafn mikilvægt að hreinsa húðina á morgnanna eins og á kvöldin.

Hver er uppáhaldsvaraliturinn þinn?

Minn allra uppáhalds heitir Backtalk og er frá Urban Decay, ég veit ekki hversu marga ég hef klárað.

Hvernig er húðrútínan þín?

Mér finnst hreinsunin skipta mjög miklu máli og mitt uppáhalds „kombó“ er Clarisonic- hreinsiburstinn með hreinsifroðu frá Helena Rubinstein. Þegar ég vil mildari hreinsun eins og á morgnanna nota ég hreinsivatn frá Lancôme. Ég er búin að vera að nota nýju Pure Shots- kremlínuna frá YSL í tvo mánuði og er algjörlega heilluð! Ég nota rakavatn á hreina húðina kvölds og morgna, en það gefur djúpan raka allan daginn og nóttina. Á morgnanna nota ég svo Light Up-ljómaserum sem inniheldur C-vítamín og Night Reboot-serum á kvöldin sem gefur milda slípun og ljóma svo húðin verður áferðafallegri og jafnari strax frá fyrstu notkun.

Ef þú mættir bara velja eina augnskuggapallettu, hver yrði fyrir valinu?

Naked HEAT frá Uban Decay, ef ég hef bara pláss fyrir eina pallettu, til dæmis þegar ég ferðast, verður hún alltaf fyrir valinu.

Hver er þín helsta tískufyrirmynd?

Ég dýrka Zoe Kravitz, hún er alltaf svo flott og fer sínar eigin leiðir.

Getur þú mælt með góðu BB-kremi með sólarvörn?

Ég er búin að vera að nota Prodigy Cellglow Rosy UV Fluid sem má nota eitt og sér fyrir jafnari áferð og öfluga vörn eða sem farðagrunn. Kremið inniheldur SPF50, mjög góða UV geislavörn (PA++++), mengunarvörn og hefur andoxandi áhrif.

Hver er besti maskari allra tíma?

„The Shock“ frá YSL, ekki spurning. Hann hef ég notað síðan hann kom á markað vorið 2017.“

Hvað „þurfa“ allar konur að eiga í snyrtibuddunni?

Touche Éclat-ljómapennann. Hann var með fyrstu snyrtivörunum sem ég fjárfesti í og ég get enn ekki án hans verið!

ÉG ER BÚIN AÐ VERA AÐ NOTA NÝJU PURE SHOTS- KREMLÍNUNA FRÁ YSL Í TVO MÁNUÐi OG ER ALGJÖRLEGA HEILLUÐ! ÉG NOTA RAKAVATN Á HREINA HÚÐINA KVÖLDS OG MORGNA, EN ÞAÐ GEFUR DJÚPAN RAKA ALLAN DAGINN OG NÓTTINA. Á MORGNANNA NOTA ÉG SVO LIGHT UP-LJÓMASERUM SEM INNIHELDUR C-VÍTAMÍN OG NIGHT REBOOT-SERUM Á KVÖLDIN SEM GEFUR MILDA SLÍPUN OG LJÓMA SVO HÚÐIN VERÐUR ÁFERÐAFALLEGRI OG JAFNARI STRAX FRÁ FYRSTU NOTKUN.

Nýja snyrtivörulína YSL, Pure Shots, hefur vakið mikla lukku hjá snyrtivöruaðdáendum.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.