Kynning

Verðlaunalökkin slá í gegn

Naglalökkin frá Nailberry tékka í öll okkar box. Þau eru eiturefnalaus, næra neglurnar, haldast einstaklega vel á og svo er litaúrvalið með því allra besta sem við höfum kynnst.

Kynning

Verðlaunalökkin slá í gegn

Naglalökkin frá Nailberry tékka í öll okkar box. Þau eru eiturefnalaus, næra neglurnar, haldast einstaklega vel á og svo er litaúrvalið með því allra besta sem við höfum kynnst.

Tími til að njóta

Nailberry hefur sent frá sér þrjá nýja haustliti sem eru hlýlegir, djúpir og fágaðir allt í senn. Innblásturinn sækir Nailberry í ljúfar og notalegar stundir við kertaljós og huggulegheit þegar skammdegið skellur á. Þeir minna okkur á að sýna hvort öðru hlýju og kærleika og gefa okkur tíma til að njóta.

Nýju litirnir heita: Cashmere, Teal We Meet Again og Hot Coco.

Verðlaun fyrir bestu lökkin

Nailberry eru sannkölluð lúxus naglalökk. Þau hafa þá sérstöðu að hleypa súrefni og raka í gegn og eru án 12 skaðlegustu efnanna sem almennt er að finna í naglalökkum. Auk þess eru þau bæði vegan og vottuð „cruelty free“ af PETA samtökunum. Nailberry naglalakkið stuðlar því að heilbrigðum og sterkum nöglum án þess að gefa hið minnsta eftir þegar kemur að gæðum, útliti og endingu. Það kemur því ekkert á óvart að þau hafa öðlast sess sem hátískuvara enda eru þau margverðlaunuð, nú síðast fyrir besta naglalakkið og besta undirlakkið hjá Beauty Bible 2021.

Falleg og einstaklega góð naglalökk frá Nailberry. Okkur þykir litaúrvalið og gæðin einstök.

Tími til að gleðja

Glæsilegir gjafakassar frá Nailberry eru komnir í verslanir. Þeir innihalda alla vinsælustu litina sem settir eru saman af sérfræðingum Nailberry. Tilvalið í jólapakkann eða bara til að njóta þess að dekra við sig.

Hið fullkomna jólatríó!
Dásamlegt nude-kombó með Açaí Nail Elixir-lakkinu sem er einstök og margverðlaunuð vara sem sameinar í einni flösku fimm meðferðir sem allar hjálpa við að gera neglurnar sterkari og heilbrigðari.

Hafðu það huggó!

Hér má sjá brot af gjafakassaúrvalinu sem er komið í Hagkaup, Smáralind. Þá er bara spurning að blikka jóla!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.