iPhone
Vinsælasta fermingargjöfin í ár samkvæmt óformlegri könnun okkar á TikTok er iPhone.
Gjafakort í Smáralind
Næstflestir sem svöruðu sögðu að þau vildu gjafakort í Smáralind enda um endalaust úrval að ræða.
Gina Tricot
„Eitthvað og allt úr Gina Tricot“ var vinsælt svar fermingarbarnanna.
AirPods og iPad
AirPods og iPad eru líka ofarlega á lista.
Skart
Margir svöruðu að þau vildu skart í fermingargjöf.
Polopeysa
Polopeysa var vinsælt svar meðal fermingarbarna þegar þau voru spurð út í óskagjöfina. Mathilda í Smáralind selur peysur fyrir stelpurnar frá Polo Ralph Lauren en Herragarðurinn fyrir strákana.
Ilmir
Ilmvötn og rakspírar eru vinsælar fermingargjafir.
Græjur fyrir sportið
Græjur fyrir áhugamálið eða sportið er góð gjöf.