Flying Tiger er með fulla verslun af páskavörum og auðvitað ýmislegt skemmtilegt fyrir fjölskylduna til að föndra saman.
Gott tips fyrir ömmur og afa eða mömmur og pabba er að gefa pappapáskaegg og fylla það með fjársjóði. Þessi fást til dæmis í nokkrum litaútfærslum í Søstrene Grene og kosta 448 kr.
15 cm stórt páskaegg sem fylla má af nammi eða setja í gjöf sem gefa á yfir páskana. Eggið er úr málmi og er myndskreytt með múmínálfunum. Dúka, 3.290 kr.