Heimsókn til tískugyðju

Fagurkerinn, förðunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Kolbrún Anna Vignisdóttir tók á móti okkur í sjarmerandi íbúð sinni í vesturbænum þar sem hver hlutur hefur augljóslega verið valinn af kostgæfni. Það er erfitt að vera ekki pínu skotinn í þessari seventís-gyðju en við tókum hana tali og Helgi Ómars ljósmyndari gerði henni fögur skil í gegnum myndavélalinsuna.

Heimsókn til tískugyðju

Fagurkerinn, förðunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Kolbrún Anna Vignisdóttir tók á móti okkur í sjarmerandi íbúð sinni í vesturbænum þar sem hver hlutur hefur augljóslega verið valinn af kostgæfni. Það er erfitt að vera ekki pínu skotinn í þessari seventís-gyðju en við tókum hana tali og Helgi Ómars ljósmyndari gerði henni fögur skil í gegnum myndavélalinsuna.

Kolbrún Anna ber það ekki utan á sér að hafa „krassað andlega“ eins og hún orðar það en það sýnir svart á hvítu að oft er ekki allt sem sýnist á sykursætum samfélagsmiðlum. Hún fór að stunda hugleiðslu fyrir ári og hefur æ síðan byrjað daginn á því að minna sjálfa sig á hvað hún er þakklát fyrir.

Mér finnst mikilvægt að taka stutta hugleiðslu á morgnana og sjá fyrir mér hvernig ég vil hafa daginn. Ég byrjaði á þessu fyrir tæpu ári þegar ég krassaði andlega og gleymdi sjálfri mér. Þetta þarf ekki að taka langan tíma eða vera svaka athöfn. Ég hugsa um hvernig ég vil tækla daginn og hvað ég er þakklát fyrir. Þetta hljómar kannski eins og klisja fyrir sumum en þetta er partur af minni vegferð, að vera til og leyfa mér að líða eins og mér líður á því augnabliki. Svo hef ég mig til, fæ mér kaffibolla og held út í daginn.

Hver er besta bók sem þú hefur lesið?

Ég get ekki sagt ég sé einhver lestrarhestur en ég er að klára að lesa mjög áhugaverða bók eftir unga, klára konu sem heitir Florence Given. Bókin heitir Women Don´t Owe You Pretty. Ég elska boðskap bókarinnar, þar er mikið fjallað um sjálfsást, jafnrétti og úreldar staðalímyndir teknar fyrir. Ég mæli með henni fyrir alla sem vilja pepp og fræðast meira um þessi málefni. 

women don´t owe you pretty bók penninn eymundsson smáralind hér er kolbrún anna vignis kollavig
Kolbrún mælir með bókinni Women Don´t Owe You Pretty.

Ef þú mættir bara velja þrjár snyrtivörur, hverjar væru þær?

Ég verð að nefna uppáhaldssólarvörnina mína sem heitir Shiseido Synchro Shield spf 50+ en hún er létt og ekki ólíukennd og því fullkomin að mínu mati. Svo er möst að eiga góðan varasalva og Hydra Beauty Lip Care frá Chanel er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Að lokum má ekki gleyma góðu rakakremi en ég myndi kjósa Abeille Royale frá Guerlain. (Allar vörurnar fást í Hagkaup, Smáralind.)

Chanel er í uppáhaldi hjá Kolbrúnu Önnu.

Hverjir eru uppáhaldsfylgihlutirnir þínir? Ég held ég verði að segja töskur og veski. Ég kaupi mikið af vintage vörum, bæði fatnað og fylgihluti. Ég keypti þó eina litla tösku á slikk á Asos um daginn, brúna og sæta með einhverskonar lakk áferð. Mér finnst svo gaman að poppa upp á dress með flottum hælaskóm.

skór smáralind anna kolbrún vignisdóttir kollavig hér er tíska
Þessir dásamlega retró útlítandi skór eru nýir í safni Kolbrúnar en þeir eru frá tískuvörumerkinu Na-kd.
Litla, sæta taskan er frá Asos.

Hvað gerir þig hamingjusama?

Það er mjög margt sem gerir mig hamingjusama en í stuttu máli þarf að vinna fyrir hamingjunni – sækja hana. Ég er hamingjusöm þegar ég er með fólkinu mínu, rækta mig og minn líkama og sál, hlúi að mér og fólkinu í kringum mig. 

Bestu kaupin fyrir heimilið?

Ég er sjúk í fallega stóla og plöntur. Wishbone-stóllinn eftir Hans Wegner er í miklu uppáhaldi ásamt Thonet-stólum sem ég fjárfesti nýverið í. Plöntur og blóm gefa heimilinu líka vinalegt og hlýlegt andrúmsloft og verða því að teljast til góðra kaupa. 

Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn?

Hönnun Le Corbusier er stórbrotin. Hann var frábær húsgagnahönnuður en einnig arkitekt, listamaður og rithöfundur.
Ég elska fallega hönnun, form og list. Þó fatahönnun sé eitt af mínum helstu áhugamálum þá eiga falleg húsgögn og innanstokksmunir einnig stóran part af hjartanu mínu.

Hvað er á óskalistanum þínum?

Mig er farið að langa í nýja gleraugnaumgjörð þar sem ég geng með gleraugu daglega. Hef verið að gæla við glæra, létta umgjörð eða gyllta. Svo er alltaf gaman að fá fallega hluti í búið. Steypujárnspanna frá Le Cruiset til dæmis á óskalistanum!  (Le Cruiset-vörurnar fást í Líf og List í Smáralind.)

Ég er mikið jólabarn og hef alltaf verið enda á ég afmæli 26. desember, svo ég er bókstaflega jólabarn. Ég elska þennan kósí tíma sem fylgir aðventunni og jólahátíðinni, kertaljós, sörur og heitt kakó… 

Með hvaða sjónvarpsseríu mælirðu á Netflix?

Ratched á Netflix stendur upp úr eins og er. Sérlega vel leikin sería sem gerist á skemmtilegu tímabili og ekki síður falleg fyrir augað. Búningahönnun, sviðsmynd og förðun er með því besta sem ég hef séð.

Ætli óvissan framundan sé ekki bara nokkuð spennandi en á sama tíma hræðir hún mann. En ég elska veturinn og snjóinn og hlakka til að sjá hvíta jörð og gera skemmtilega hluti í vetur.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.