Eftir lengsta vetur í manna minnum erum við meira en til í þetta trend

Eftir lengsta vetur í manna minnum (hæ, janúar!) erum við sko meira en til í lit í lífið. Allskonar og allavegana og allt í bland. Hér er tískuinnblástur beint í æð frá meginlandinu sem við vonum að gleðji augað og minni ykkur á að vorið er handan við hornið.

Eftir lengsta vetur í manna minnum erum við meira en til í þetta trend

Eftir lengsta vetur í manna minnum (hæ, janúar!) erum við sko meira en til í lit í lífið. Allskonar og allavegana og allt í bland. Hér er tískuinnblástur beint í æð frá meginlandinu sem við vonum að gleðji augað og minni ykkur á að vorið er handan við hornið.

Við erum líklega flest sammála um að síðustu mánuðir hafa verið langdregnir og frekar tilbreytingasnauðir. Mörg okkar höfum klæðst svörtum alklæðnaði í stíl við ástandið og þess á milli heimagallanum. Við erum því meira en til í smá lit í lífið. (Eða jafnvel aðeins meira en smá!)

Litagleðin skín bókstaflega af þessari. Hér sannast að andstæður heilla.

Sjáið svo sætu, skærbleiku hælaskóna við!
Þessi kann líka heldur betur að nýta sér litafræðina.

Hér er íslenska vefverslun Zara

Blazer, Zara, 12.995 kr.

Ein litasamsetning sem við sáum aftur og aftur á tískuvikum á meginlandinu var hárauður og bleikur.

Trés chic!
Bleikur og fjólublár eru líka fallegir saman og takið eftir silfruðu töskunni. Handtöskur og skór í silfurlit verða hámóðins með hækkandi sól.
Það kemur vel út að klæðast svipuðum lit í mismunandi tónum frá toppi til táar.

Varalitur í skærum tón gerir líka mikið fyrir heildarsvipinn.

Litur 999 frá Dior er fullkominn, goðsagnakenndur rauður litur. Dior fæst í Hagkaup, Smáralind.

Pastellitirnir eru kærkomnir eftir örlitla pásu úr sviðsljósinu á meðan landinn klæddist að mestu svörtum alklæðnaði.

Serbneski tískubloggarinn Tamara Kalinic í litríku Louis Vuitton-dressi.
Þær voru nokkrar talskonur joggara og hælaskó-kombós. Við höfum persónulega séð Manolo Blahnik nýtta betur en þetta er ferskt! Takið líka eftir Puzzle-töskunni frá tískuhúsinu Loewe í skærbleiku.
Weekday, Smáralind.

Guli liturinn verður allsráðandi í vor og sumar í stíl við þá kærkomnu gulu. Ef þú ert ekki nú þegar komin á gulu lestina eru miklar líkur á því að þú ferðist um á henni fyrr en varir.

Klassísk flík í óvæntum lit er góð hugmynd!
Bottega klassík í skærgrængulu er fersk.
Zara, 5.495 kr.

Eftir lengsta vetur í manna minnum (hæ, janúar!) erum við sko meira en til í lit í lífið.

Myndir: IMAXtree og framleiðendur.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.