Tískuhús á borð við Isabel Marant, Chloé, Zimmermann og Saint Laurent tileinka sér bóhóstílinn í ár.
Fylgihlutirnir
Áberandi armbönd og hálsfestar skreyttar litríkum steinum og úr við, flauelstöskur með kögri og kúrekastíll er það sem koma skal þegar fylgihlutirnir eru annars vegar. Leðurjakki í yfirstærð yfir rómantískan kjól er ómissandi og kúrekastígvél og klossar í anda Chloé. Ertu reddí?