Fara í efni

Eru þetta kjánalegustu trend dagsins?

Tíska - 23. september 2020

Tískuheimurinn á það til að vera svolítið kjánalegur. Stundum finnst manni grínmyndin Zoolander lýsa vitleysunni vel. Eru þetta kjánalegustu trend síðari ára eða kunnum við vel að meta húmorinn á skrítnum tímum?

Franska tískuhúsið Jacquemus hefur heldur betur hrist uppí tískuheiminum. Húmorinn er aldrei langt undan en pínulitlu mínítöskurnar, Le Chiquito, frá þeim urðu heitasti fylgihlutur síðari ára eftir að þær voru kynntar til sögunnar síðasta haust.

Skærbleiki liturinn hefur verið trendí upp á síðkastið en það er að miklu leiti Jacquemus að þakka.
Zara er aldrei langt á eftir með sínar útgáfur af stærstu trendum dagsins. Zara, 6.495 kr.
Örlítið stærri útgáfa sem kreditkortið gæti hugsanlega passað í, með herkjum þó.

Annað „kjánalegt“ trend sem meistari Miuccia Prada nær að láta okkur finnast ótrúlega töff eru klossuð stígvél með áfastri peningabuddu. Hugsanlega eftirsóttustu stígvél haustsins.

Það sem Miuccia Prada sendir frá sér verður að gulli.
Á vefversluninni Mytheresa.com eru þau uppseld en þessi uppháa útgáfa fer á tæpar 150.000 íslenskar krónur.

Zara var ekki lengi að þessu! Þessi fara á tæpar 15.000 íslenskar krónur.

Tískubloggarinn Cara Dour tekur þátt í skrípaleiknum!

Meira úr tísku

Tíska

Sjóðheit sumarlína frá Sloggi með þægindin í fyrirrúmi

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni