Fara í efni

Erum við í alvöru til í þetta trend aftur?

Tíska - 30. júní 2021

Aldamótatískan svokallaða hefur vaxið í vinsældum hjá Tik Tok-kynslóðinni síðustu misseri enda fer tískan í hringi eins og við vitum og svo sem við því að búast. Við verðum þó að viðurkenna að við bjuggust ekki við þvílíkum vinsældum 2000-tískunnar hjá innsta tískuhring í Mílanó og París.

Ofurfyrirsætan Bella Hadid sást á götum Parísarborgar í þröngum toppi við lágar buxur í anda tískunnar í kringum aldamótin. Hún hefur nú alltaf þótt vera meðidda! Takið eftir eiturgrænu slönguskinnsmynstrinu, þetta er alvöru!

Bella Hadid í París. Ósymmetrískur toppur í þessum anda fæst í Weekday, Smáralind.

Erum við geim í bagabolina og bootcut-buxurnar aftur?

Höfuðklútur og brjóstatoppur, það gerist ekki mikið meira aldamóta!
2000-tískan var áberandi á götum Parísar þegar vortíska næsta árs var frumsýnd.
Klossarnir virðast fá uppreisn æru enn á ný.
Bootcut-sniðið fæst í Weekday, Smáralind.
Cargo buxur og klúta-toppar, við vitum ekki alveg með það!
Logo-manía og bucket-hattur, ekta aldamóta!

Aldamótatískan var áberandi á götum Mílanó og Parísar sem sýndi vortísku næsta árs.

Í búðum

Aldamótatískan er mætt í verslanir Smáralindar.

Weekday er hrifið af 2000-tískunni eins og sjá má.

Ertu til í þetta?

Meira úr tísku

Tíska

20% afsláttur af heimsþekktum vörumerkjum á borð við Polo Ralph Lauren

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn