Flottustu fylgihlutirnir á götum Mílanó og Parísar

Við kíktum yfir á meginlandið til að skoða fylgihlutatískuna. Götutískan hefur sjaldan verið jafn girnileg en hér er það allra heitasta um þessar mundir og það sem fæst í verslunum landsins í dag.

Flottustu fylgihlutirnir á götum Mílanó og Parísar

Við kíktum yfir á meginlandið til að skoða fylgihlutatískuna. Götutískan hefur sjaldan verið jafn girnileg en hér er það allra heitasta um þessar mundir og það sem fæst í verslunum landsins í dag.

Bottega veneta sandalar götutíska hér er smáralind
Ítalska hátískuhúsið Bottega Veneta á fylgihlutatískuna í dag, skuldlaust. Hér má sjá þeirra „signature“-lúkk í sandölunum þar sem fléttað leðrið fær að njóta sín líkt og í handtöskunum þeirra víðfrægu.

hælaskór hér er smáralind
Hælaskór með ökklabandi eiga upp á tískupallborðið um þessar mundir.

Skór og skartgripur í einum fylgihlut, það gerist ekki mikið betra.

vinsæl handtaska bottega veneta hér er smáralind
Enn á ný Bottega en þessi útgáfa með risastórri gullkeðju er „it“-taskan þessi misseri.

Sitthvor liturinn á stígvélum er hámóðins.

Amina Muaddi er skóhönnuður sem skotist hefur með leifturhraða upp stjörnuhimininn síðan hún kom með hönnun sína á markað fyrir tveimur árum. Þú þekkir hælana frá Muaddi um leið.

Þær fréttir voru að berast að Amina Muaddi og Fenty séu að koma með samstarfslínu á markað en hér sjást þær Amina og Rihanna frá Fenty.

Hér er hönnun Aminu Muaddi fyrir Fenty.

Þessir gullfallegu hælaskór leyndust í nýjustu sendingunni frá Steve Madden en þeir fást í GS Skóm í Smáralind á 19.995 kr.

hvítir hælaskór hér er smáralind
Hvítir hælaskór eru ekki að fara neitt í bráð og takið eftir töskunum í anda sjötta og sjöunda áratugarins.

zara taska hér er smáralind
Zara, 3.995 kr.

Galleri 17 hér er smáralind skór sandalar
Galleri 17, 26.995 kr.

Töskur og skór í skærum litum koma sterkir inn í sumar. Hér má sjá tösku í skærgrænu með fölfjólubláu dressi sem eru tveir heitustu tískulitirnir í sumar.

Fléttuð Bottega-taska í fallega fjólubláum tón.

handtaska zara hérer.is smáralind
Zara, 3.595 kr.

Gs Skór galleri 17 hér er smáralind
GS Skór, 26.995 kr.

Manolo Blahnik hér er smáralind skótíska
Okkur þykir líklegt að þetta listaverk sé í boði Manolo Blahnik. Við værum alveg til í bónorð með þessum skóm, í anda Carrie Bradshaw.

„Pouch“-handtaskan sem hefur tröllriðið tískuheiminum.
Þessar eru alveg „meðidda“ en kubbahælar, kamellitur og kitten-hælar eru greinilega málið.
Kaupfélagið hér er smáralind skór
Kaupfélagið, 13.997 kr.

Eyrnalokkar tíska hér er smáralind
Skúlptúraðir eyrnalokkar eins og á fallegu konunni næst okkur á myndinni eru það sem koma skal í eyrnalokkatískunni.

zara eyrnalokkar hér er smáralind
Zara, 2.595 kr.

sandalar zara hér er smáralind
Zara, 5.595 kr.

gullkeðja weekday götutíska hér er smáralind
Gullkeðjur eru einn allra vinsælasti fylgihluturinn í sumar og hver einasta tískukeðja sem selur ódýrari vörur með sínar útgáfur eða eftirlíkingar.

Gullkeðjur eru einn allra vinsælasti fylgihluturinn í sumar og hver einasta tískukeðja sem selur ódýrari vörur með sínar útgáfur eða eftirlíkingar.

weekday hér er smáralind
Hálsfesti úr Weekday.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.