Flottustu yfirhafnir vetrarins 2020

Yfirhöfnin er senuþjófur þegar kemur að vetrartískunni og góð kápa er gulls ígildi. Hugsanlega mætti jafnvel segja mikilvægustu fatakaup vetrarins. Hér er úrvalið!

Flottustu yfirhafnir vetrarins 2020

Yfirhöfnin er senuþjófur þegar kemur að vetrartískunni og góð kápa er gulls ígildi. Hugsanlega mætti jafnvel segja mikilvægustu fatakaup vetrarins. Hér er úrvalið!

Ljós kápa er einstaklega chic og birtir yfir annars svartleitum fataskápnum. Þessa dagana er mikið úrval til af yfirhöfnum í allri flórunni af beislit.

Bjútífúl beis

Rykfrakkinn er klassísk klassayfirhöfn sem vert er að fjárfesta í. Gott er að hafa hann í örlítilli yfirstærð svo hægt sé að klæðast hlýjum prjónapeysum undir hann í vetur.

Það er erfitt að taka ekki eftir neonlituðum strigaskónum sem gera átfittið extra spennandi og gefur því x-faktor.

Kamelkápan

Gamla, góða dúnúlpan kemur í ýmsum stærðum og gerðum þessi misserin og er heldur betur orðin að hátískuvöru.

Gamla, góða dúnúlpan með nýju tvisti

Leðuræði

Litríkt og köflótt

Það þarf alls ekki allt að vera beis- og kamellitað í vetur. Yfirhöfn í fallegum lit eða mynstri getur lífgað upp á átfittið-og hvunndaginn í leiðinni! Sjáið hvað ólíkleg litasamsetning eins og himinblár og brúnn fer vel saman.
Smart litatónar.

Lambaskinn

Ullin stendur alltaf fyrir sínu og lambaskinnsjakkar- og kápur eru hámóðins og trés chic.
H&M með puttann á tískupúlsinum að vanda.

Svart og sígilt

Fyrrum ritstýra Vogue Paris, Carine Roitfeld, veit hvað hún syngur. Klassíska, svarta kápan fellur seint úr gildi.

Grátt og glæsilegt

Yfirhöfnin er senuþjófur þegar kemur að vetrartískunni og góð kápa er gulls ígildi. Hugsanlega mætti jafnvel segja mikilvægustu fatakaup vetrarins.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.