Fara í efni

Förðun sumarið 2020

Fegurð - 6. maí 2020

Þau trend sem við tökum fyrir eru tiltölulega klassísk, enda viljum við flestar bara vera extra sætar en minna fyrir tilraunastarfsemi þegar kemur að fegurðarrútínunni okkar. Ef hvítur eyeliner eða fjólublár augnskuggi er ekki þinn tebolli stendur klassíkin enn fyrir sínu, þó með nútímalegu yfirbragði.

Glossí húð

Það er engum blöðum um það að fletta að ljómandi húð er og verður líklega alltaf eftirsótt. Í dag er þó minna um ýkt og glimmerkennd ljómapúður og húðin sjálf fær að vera hrein og náttúrulega ljómandi og jafnvel “glossí”. Til að framkalla þennan eftirsótta ljóma mælum við með því að nota vel af djúsí andlitskremi áður en léttur farði er borinn á húðina.

Náttúrulegur ljómi á fyrirsætunni Karolina Kurkova.

Pastel

Pastellitir eru ekki eingöngu heitir í fatnaði og fylgihlutum í sumar heldur verða pastellitaðir augnskuggar einstaklega vinsælir. Mintugrænn og lillafjólublár eru þeir litir sem við munum sjá hvað mest af næstu misserin.

Nútímaleg Smokey

Smokey-augnförðun er alltaf klassísk en í sumar verða sanseraðir litir og “ófullkomin” rokk og ról áferð talin meira “chic” en týpísk Instagram-förðun. Hér má sjá fallega útgáfu baksviðs hjá Tom Ford og Elie Saab.

Rauðar varir og mínimalísk húð

Hvað er franskara og fallegra en réttur, rauður varalitur? Rauðar varir verða vinsælar í sumar en gjarnan paraðar við mjög mínimalíska andlitsförðun. Glossuð áferð verður líka stórt trend.

Íkonískur varalitur Dior

Varalitur númer 999 frá Dior er sá litur sem notaður var á fyrirsæturnar á fyrstu tískusýningu Dior árið 1947. Hann er í uppáhaldi hjá mörgum fallegum og frægum konum, enda virðist hann henta öllum húðtónum vel.

Hvít augnförðun

Hvítur augnskuggi átti kombakk á vortískusýningarpöllunum eftir fjarveru síðustu árin. Auðvelt er að stela stílnum með því að nota hvítan eyeliner en mikilvægt er að nota svartan þétt upp við augnhárin og vel af svörum maskara til að ramma augun inn.

Varalitur númer 999 frá Dior er sá litur sem notaður var á fyrirsæturnar á fyrstu tískusýningu Dior árið 1947. Hann er í uppáhaldi hjá mörgum fallegum og frægum konum, enda virðist hann henta öllum húðtónum vel.

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum