Fara í efni

Steldu stílnum frá heitasta hátískuhúsinu

Tíska - 25. maí 2020

Hönnun Daniels Lee fyrir rótgróna ítalska hátískuhúsið Bottega Veneta hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hann tók við sem listrænn stjórnandi. Á tveimur árum hefur honum tekist að gera vörumerkið það eftirsóttasta í bransanum. Ódýrari tískukeðjur á borð við Zara og Weekday voru ekki lengi að kveikja en hér geturðu séð hvernig auðvelt er að stela stílnum- án verðmiðans!

Skór og töskur frá Bottega Veneta hafa verið heitustu fylgihlutirnir síðastliðin ár. Hér má sjá hönnun frá ítalska hátískuhúsinu og svo töluvert ódýrari útgáfu Zara.

Klassískur blazer frá Bottega annarsvegar og Weekday hinsvegar.

Svipaður stíll á beislituðum langermabolum.

Hér virðist vera nokkuð ljóst hvaðan innblástur að hönnun Zara kom.

Vínrauðar, elegant skyrtur í svipuðum stíl.

Leðurskyrtur hafa verið mjög vinsælar síðustu misserin og ekki síst fyrir tilstuðlan Bottega Veneta.

Hægt er að fá kjól með álíka mynstri og þessi hér frá Bottega Veneta með heimsókn í Esprit. Flott er að para kjólinn með áberandi belti.

Svipuð pæling hér á þessum beislitu toppum.

Sólgleraugu frá Bottega Veneta fást hjá Optical Studio í Smáralind, þessi týpa er hrikalega smart. Verð: 48.500 kr.

Weekday og Zara gera eyrnalokka í svipuðum stíl og Bottega Veneta.

Hönnun Daniels Lee fyrir rótgróna ítalska hátískuhúsið Bottega Veneta hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hann tók við sem listrænn stjórnandi. Á tveimur árum hefur honum tekist að gera vörumerkið það eftirsóttasta í bransanum. 

Meira úr tísku

Tíska

Sjóðheit sumarlína frá Sloggi með þægindin í fyrirrúmi

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni