Þessar töskur eru heitastar

Þú þarft ekki að leita lengra ef þú vilt forvitnast um það hvaða hátískutöskur verða heitastar á komandi misserum.

Þessar töskur eru heitastar

Þú þarft ekki að leita lengra ef þú vilt forvitnast um það hvaða hátískutöskur verða heitastar á komandi misserum.

Chroma Key frá Louis Vuitton

Þykkar, gylltar keðjur halda áfram að vera vinsælar en virka mjög ferskar á nýjustu tösku Nicolas Ghesquière fyrir Louis Vuitton. Þreföld, mjúk leðurtaskan passar líka einstaklega vel við jarðliti sumarsins. Við látum okkur dreyma!

Chroma Key frá Louis Vuitton.

Jackie frá Gucci

Goðsagnakennda handtaskan Jackie frá ítalska tískuhúsinu Gucci kom fyrst á markað árið 1950 og sló í gegn í höndum tískugoðsins Jackie Kennedy. Síðan þá hefur þessi sígilda hönnun verið endurvakin í allskyns búningum. Í vor kemur hún í ferskum litum eins og skærbleikum. Sést hefur til stórstjarna á borð við Harry Styles sporta Jackie en það hefur skiljanlega ekki minnkað eftirspurnina eftir þessari fallegu tösku sem eldist eins og gott rauðvín.

Harry Styles er andlit Gucci en hann er hrifinn af Jackie.

The Clip frá Bottega Veneta

Bottega Veneta er eitt heitasta tískuhús síðustu ára en hver kannast ekki við mjúku leðurtöskurnar með stóru gullkeðjunum sem sprengdu Internetið? Nýjasta viðbótin frá Bottega Veneta er The Clip, sem verður að teljast klassískari hönnun og því líklega „betri“ fjárfesting en trendí töskur síðustu missera.

The Clip frá Bottega Veneta.

Roman Stud frá Valentino

Valentino hefur stimplað gadda inn í DNA tískuhússins en í sumar virka þeir extra ferskir í stærri stærðum á töskum og skóm í skærum sumarlitum.

Roman Stud-handtaskan frá Valentino í fagurfjólubláum lit.
Bleiki liturinn verður allsráðandi í sumar.

Pocket frá Burberry

Pocket-taskan frá Burberry hentar vel í vinnuna þegar handfangið er notað en svo er líka hægt að festa ól á hana og henni slengt yfir líkamann fyrir hversdagslegra lúkk. Pocket-taskan kemur einnig í strigaefni með leðursaumum, sem er trend sem verður áberandi á næstunni.

Pocket-taskan frá Burberry er hentug í vinnuna.

Antigona Lock frá Givenchy

Klassíska Antigona-taskan frá Givenchy hefur lengi verið á óskalistanum okkar en nýja útgáfan sem hönnuð var af listræna stjórnandanum Matthew Williams er með lengra handfangi en sú upprunalega og með töffaralegum, silfurlitum rennilás. Hún kemur í nokkrum stærðum en míníútgáfan verður að teljast líkleg til vindælda.

Míníútgáfa Antigona Lock-töskunnar frá Givenchy.

Le Maillon frá Saint Laurent

Klassísku tískuhúsin virðast vera að leita í gamla tíma og klassíska hönnun og Saint Laurent er engin undantekning. Maillon þýðir hlekkur á frönsku en hlekkirnir framan á töskunni eru einstaklega chic. Þetta er taska sem mun standast tímans tönn.

Við elskum Le Maillon frá Saint Laurent í koníaksbrúnu.

Woody Tote frá Chloé

Chloé stelpur eru þekktar fyrir að vera chic á einstaklega áreynslulausan máta eða á þann hátt sem franskar konur kunna svo vel. Við skyljum vel vinsældir þessarar hversdagslegu, nýju tösku frá Chloé enda hentug við hin ýmsu tilefni.

Woody Tote frá Chloé er víða uppseld enda einstaklega chic og á „viðráðanlegu“ verði.
Þessi væri svolítið mikið fab á ströndinni í Suður Frakklandi!

Myndir: IMAXtree og frá framleiðendum.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.