Vampire’s Wife og H&M

Ný samstarfslína H&M og tískumerkisins Vampire´s Wife hefur vakið eftirtekt en það er hugarsmíði hönnuðarins, fyrirsætunnar og listagyðjunnar Susie Cave. Við fengum hana til að svara nokkrum spurningum um samstarfið en línan er að mestu framleidd úr endurunnum efnum.

Vampire’s Wife og H&M

Ný samstarfslína H&M og tískumerkisins Vampire´s Wife hefur vakið eftirtekt en það er hugarsmíði hönnuðarins, fyrirsætunnar og listagyðjunnar Susie Cave. Við fengum hana til að svara nokkrum spurningum um samstarfið en línan er að mestu framleidd úr endurunnum efnum.

Merkið hefur verið í uppáhaldi hjá tískubransafólki síðan það var stofnað fyrir fjórum árum síðan og er þekkt fyrir klæðileg snið sem fagna því kvenlega á óheftan máta. Línan þykir framsækin bæði í anda og efnivið en hún er að mestu framleidd úr endurunnum efnum.

Vampire´s Wife er hugarsmíði hönnuðarins, fyrirsætunnar og listagyðjunnar Susie Cave.

Hvernig myndir þú lýsa anda The Vampire´s Wife?

Hönnunin verður til út frá öllu því sem ég elska. Það er smá Goya, smá rússneskur ballet, dass af Blanche Dubois. Smá Húsið á sléttunni-fílingur í bland við látlaust notagildi og óhaminn kynþokka. Flíkurnar eru hannaðar til að láta líkamann líta út fyrir að vera lengri og minna á hafmeyjudrauga og álfa. Svo er hægt að klæðast þeim við sandala jafnt sem hæla eða hreinlega enga skó yfirhöfuð. Andi The Vampire´s Wife er hreinlega ástin á fegurð, fegurð í gegnum linsu kaótískra áhrifavalda.

Hvernig hefur þjóðerni þitt haft áhrif á stíl þinn sem hönnuður?

Kjólarnir mínir eru gangandi andstæður. Látlausir og hnepptir upp í háls en á sama tíma munaðarfullir. Fágaðir en á sama tíma hversdagslegir, alvarlegir en léttir og leikandi, dökkir en samt með björtu ívafi. Eru ekki andstæður það sem einkennir allt breskt?

Andstæður einkenna samstarfslínu Vampire´s Wife og H&M.

Hver var fyrsta manneskjan til þess að vekja hjá þér innblástur?

Isabel Adjani! Ég sá kvikmyndina One Deadly Summer þegar ég var í kringum sextán ára og hún bókstaflega breytti lífi mínu. Fyrir mér var leikur Isabel Adjani táknmynd hinnar hættulegu, uppreisnagjörnu og kvenlegu konu og fram til dagsins í dag er hún mér mikill innblástur. Ég elska hana svo mikið!

Hvaðan færðu innblástur þessa dagana?

Hjartað á mér er í fortíðinni eða allavega dreg ég svolítið týnd augnablik úr sögunni inn í daginn í dag og geri nútímaleg. Ég skoða listaverk, horfi á gamlar kvikmyndir, hlusta á plötur, safna gömlum ljósmyndum, les sögubækur, fer á listasöfn og stundum sit ég bara og gleymi mér í minningum. Akkúrat núna þá elska ég Yves Saint Laurent, Bamba, orkedíur, William Blake og egypska söngvarann Uum Kulthum.

Getur femínismi endurspeglast í tísku?

Mér hefur gjarnan þótt hugmyndin um að tíska sé valdeflandi fyrir konur skrítin þar sem mér hefur alltaf fundist konur svo valdamiklar og fullar af innri styrk frá náttúrunnar hendi. Þannig að ég vil bara trúa því að kjólarnir mínir ýti undir það og leyfi styrk þeirra að skína í gegn. Ég held að kjólarnir mínir tali mjög sterklega til kvenna um að nýta eigin styrkleika.

Hvað er uppáhalds flíkin eða fylgihluturinn þinn úr línunni?

Ég elska hreinlega skartgripina úr línunni. Þeir eru svo líflegir og spila skemmtilega við andstæðuna í dökkum kjólunum.

Svo elska ég slána! Guð minn góður, hún er svo æðisleg. Slár í ódýrari tískubúðirnar, það er það sem við þurfum!

Þema samstarfsins er styrkur og kvenleiki og það að vera berskjaldaður og náinn. Eru þetta hlutir sem þú tengir við sem manneskja einnig?

Já, mér finnst styrkleiki minn sem kona felast í því að vera berskjölduð og hvernig það birtist í nánd við aðra manneskju. Sem kona finnst mér það mjög mikilvægt. Það að vera berskjaldaður opnar fyrir okkur glugga að miklu innihaldsríkara og áhugaverðara lífi. Og svo er það hið óþekkta. Við erum alltaf að leita svara í kringum þetta dulúðlega og óþekkta og komumst jafnvel aldrei að neinni niðurstöðu en við höldum áfram að leita svara. Það er málið, við höldum alltaf áfram að leita svara!

Hér má sjá fallegar flíkur og fylgihluti úr línunni.

Samstarfslína Vampire´s Wife og H&M kemur í Flagship-verslun H&M í Smáralind í lok október.

Meira spennandi

Við völdum notalegustu peysur vetrarins

Beisikk beislituð peysa sem nær upp hálsinn er skyldueign í fataskápinn í vetur. Þessi úr Zara er eiguleg.

Aftur til fortíðar

KamelkápaKamelliturinn er hinn nýi svarti. Líka fyrir þrátíu árum síðan.   Steldu stílnum GS Skór,...

Steldu stílnum

Rautt og rómantísktRauði liturinn poppar upp á svartleitan fataskápinn Ef þig vantar auðvelda leið til...

Spurðu stílistann

Nú bjóðum við upp á að senda spurningar á stílista í gegnum Instagram Smáralindar. Hér eru nokkrar af spurningum dagsins sem...

Bleikt & bjútífúl

Allur ágóði af sölunni af bleika pokanum og regnhlífinni frá Lindex rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini á Íslandi.

Stílisti velur það besta úr búðum

Hin fullkomna kápa er fundin! Aðsniðin, síð, svört, ullarblönduð og vönduð. Við biðjum ekki um mikið meira.Zara, 23.995 kr.

Bestu buxurnar á karlinn

Það eru góð kaup í klassískum, dökkbláum gallabuxum. Esprit, 9.995 kr.

Við fáum ekki nóg af þessu næntístrendi

Gwyneth Paltrow er ókrýnd stílstjarna tíunda áratugarins. Það leið varla sú vika sem hún klæddist ekki leðurblazer. Það verður...

Spurðu stílistann

Við elskum gróf stígvél í haust en þau koma sérstaklega vel út við pils...

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.