Fara í efni

Hvaða húðvörur virka og í hvaða röð á að bera þær á?

Fegurð - 30. júní 2020

Hjá okkur mörgum er baðskápurinn yfirfullur af allskyns húðvörum. Dagkremum, næturkremum, augnkremum, serumi og hvað þetta heitir allt. Það er ekki skrítið að við verðum svolítið ruglaðar á því hvað virkar og hvað virkar ekki og ekki síður-í hvaða röð á að bera allt gúmmelaðið á andlitið?

Margir vita að Hyaluronic-sýra er besti rakagjafinn. Retinol virkar vel á fínar línur og C-vítamín til að fríska húðina við. Sólarvörn er nauðsyn. En það er ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga í frumskógi snyrtivara.

Veldu vel og vertu sveigjanleg eftir þörfum

Að velja bestu húðrútínuna fyrir þig snýst um það að velja réttar vörur á réttum tíma og bera þær á húðina í réttri röð. Margar okkar vita sirka húðtýpuna okkar en erum hugsanlega með fleiri bólur á vissum tíma mánaðarins eða alltaf með þurrkublett á ákveðnum stað á andlitinu. Litabreytingar eða stundum með olíukennda húð á t-svæðinu eða yfir sumartímann. Nauðsynlegt er að finna út úr því hvers húð þín þarfnast áður en þú velur réttu vörurnar og berð þær á í réttri röð.

Gott er að miða við þessa röð: andlitshreinsir (olía fyrst, svo froða), tóner/essence, maski, serum, augnkrem, andlitskrem, andlitsolía, sólarvörn.
Sólarvörn er alltaf borin á í lokin og það eina sem borið er á húðina eftir hana er farði, hyljari og púður.
Essence er vanmetin snyrtivara sem gott er að nota eftir hreinsun sem gefur ekki eingöngu rakabúst heldur húðinni sléttara yfirbragð, jafnar pH-gildi húðarinnar og næstu vörur sem notaðar eru á eftir fara betur og dýpra inn í húðina.

C-vítamín gefur eftirsóttan ljóma

C-vítamín í krem-eða serumformi er frábært til að gefa húðinni eftirsótta ljómann sem við sækjumst öll eftir. Vítamínið góða jafnar húðlit, minnkar misfellur og hjálpar til við að minnka ásýnd fínna lína og öra eftir bólur. C-vítamínið getur líka hjálpað til við að gera við húðina eftir sólbruna og gefur kollagen-framleiðslu húðarinnar extra búst. Ef þú notar C-vítamín-serum er best að nota það kvölds og morgna á andlitið, niður hálsinn og bringuna eftir hreinsun og á undan andlitskremi. Ef þú notar C-vítamín andlitskrem notaðu það sem síðasta skrefið í húðrútínunni á undan sólarvörninni og farðanum. Á sumrin þegar sólin er hátt á lofti er erfitt að gefa húðinni of mikið af C-vítamíni.

Hyaluronic-sýra ætti að vera skyldueign

Þetta rakagefandi efni má finna í allskyns húðvörum á borð við serumum, kremum og möskum. (Einnig í sprautuformi hjá snyrtivörustofum sem nota Restylane eða Juvederm). Hyaluronic-sýran er mjög kraftmikil þannig að eitt lag á morgnana eða kvöldin ætti að vera nóg. Hyaluronic-sýran gefur húðinni samstundis rakaskot en hjálpar líka til við að vinna gegn bólgum í húðinni sem veldur aldurstengdum skemmdum húðarinnar. Það góða við efnið er að allir geta notað það og það gefur samstundis unglegra og ferskara útlit. Ef þú notar hyaluronic-sýru-serum þá er best að nota það á hreina húð undir dag-eða næturkremið. Ef þú notar það í kremformi er best að nota það á undan sólarvörn eða farða. Einnig mjög gott við sólbruna.

Retinol eru trúarbrögð

Retinol hefur orðið að einhverskonar trúarbrögðum síðustu ár enda eitt af fáum innihaldsefnum sem sannað hafa virkni sína gegn fínum línum, bólum og allskyns húðkvillum. Berðu retinol á húðina tvisvar á dag og mundu eftir sólarvörninni á morgnana. Það er í góðu lagi að nota retinol á sumrin ef passað er upp á sólarvörnina. (Að halda öðru fram er gömul mýta!) Best er auðvitað að nota retinol að staðaldri til að sjá sem mestan mun á húðinni. Sérfræðingar segja að það sé í góðu lagi að nota ýmsar retinol-vörur saman, svo lengi sem formúlurnar eru mildar.

Mundu eftir sólarvörninni, hún er mikilvægust!

Berðu retinol á húðina tvisvar á dag og mundu eftir sólarvörninni á morgnana. Það er í góðu lagi að nota retinol á sumrin ef passað er upp á sólarvörnina. (Að halda öðru fram er gömul mýta!) 

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum