Fara í efni

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð - 1. febrúar 2024

Förðunarfræðingur HÉR ER fer yfir heitustu förðunartrendin og fjallar um nýjar og spennandi snyrtivörur. Við minnum á Tax Free-daga í Hagkaup, Smáralind sem jafngildir 19.36% afslætti.

Litadýrð

Við munum sjá miklu meira af áberandi litum á augum á næstunni og þá verður blái liturinn sérstaklega vinsæll. Maskarar í allskyns litum eru líka með endurkomu en þetta er kærkomin tilbreyting frá „no make up make up“-trendinu sem tröllriðið hefur öllu síðustu árin.
Grafískur blár læner baksviðs hjá Jil Sander.
Glamúrlúkk hjá tískuhúsinu Ashish.
Ljósblár maskari á efri og neðri augnhár hjá Az Factory.
Emma Chamberlane fyrir tískusýningu Loewe með fagurbláa augnskugga.
Lekker útfærsla hjá @mexicanbutjapanese.

Steldu stílnum

Matte Eyeliner frá Gosh í litnum Crazy Blue. Hagkaup, 1.999 kr.
Matte Pop Blue er blautur eyelinerpenni frá Dior sem er tilvalinn í trendið.
Iconic Overcurl-maskari frá Dior í bláum lit gerir mikið fyrir augnhárin.
Stakur augnskuggi frá Shiseido í litnum ZAY-ZAY Navy, Hagkaup, 4.499 kr.
Æðislegur blár litur á þessum Boombastic maskara frá Gosh. Hagkaup, 1.999 kr.
Kajal InkArtist frá Shiseido er æðisleg formúla af mjúkum augnblýanti sem helst sérlega vel á augunum. Þessi litur heitir Zumi Sky, Hagkaup, 4.699 kr.
Stakur augnskuggi frá YSL í litnum Louder Blue. Hagkaup, 5.599 kr.
Hypnôse-augnskuggapalletta frá Lancôme, Hagkaup, 8.999 kr.
Prófaðu litaðan eyeliner í vatnslínu augnanna til að fá augnlitinn til að njóta sín til hins ítrasta.

Kinnalitur fyrir allan peninginn

Kinnalitaæðið síðustu misserin hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með straumum og stefnum í tískubransanum. Hailey Bieber er drottning kinnalitsins og Kylie Jenner hefur einnig sést með minna af glamúrförðuninni sem hún er þekkt fyrir og farið meira yfir í náttúrulegra útlit og vel af kremuðum kinnalit. Snyrtivöruframleiðendur keppast við að koma út með nýjar og spennandi formúlur og við gætum ekki verið spenntari.
Kendall Jenner með guðdómlega förðun á pallinum hjá Versace.
Ferskleikinn uppmálaður hjá Eudon Choi.
Náttúrulegt og ferskt hjá Chanel.
Klæðileg förðun og náttúrulegur kinnalitur hjá Emporio Armani.
Förðunarfræðingur Hailey Bieber er þekkt fyrir að nota vel af kinnalit, hátt upp á kinnbeinin og tengir gjarnan við augnförðunina.

Steldu stílnum

N°1 Lip and Cheek Balm er ný kremuð formúla frá Chanel sem hægt er að nota jafnt á kinnar sem augu.
Matte Blush Up frá Gosh Copenhagen er kremaður kinnalitur sem gefur frísklegt útlit á núlleinni. Hagkaup, 2.999 kr.
Lítill fugl hvíslaði því að okkur að Backstage-lína Dior sé jafnvel á leið til landsins en nú þegar er hægt að fá „viral“ Bacstage-kinnaliti Dior í Hagkaup, Smáralind.
Rosy Glow-kinnaliturinn úr Backstage-línu Dior í litnum Coral.
Fyrir og eftir ásetningu.
Rosy Glow-kinnalitirnir frá Dior hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Þeir fást nú í Hagkaup, Smáralind.
Kylie Jenner baksviðs á tískuviku en hún er mikill aðdáandi kremaðra kinnalita eins og sést.

Einlita 90´s

Næntísstíllinn er kominn til að vera en hvort sem förðunin er kölluð Latte Make Up, Strawberry Girl eða eitthvað nýtt í næstu viku, þá er sami tónn yfir allt andlitið, í anda tísku tíunda áratugarins, að trenda.
Við munum sjá meira af kaldtóna augnskuggum árið 2024.
Fallega einlitt hjá Prabal Gurung.
Instagram: @ninapark
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Hér má sjá dóttur Cindy Crawford, Kaya Gerber, farðaða með næntísbrag.
instagram: @harold_james
Vel innrammaðar varir með dökkum varablýanti og gloss er stíll sem er ekkert á förum á nýja árinu.

Steldu stílnum

Augnskugginn Satin Taupe frá MAC mun án efa fara vaxandi í vinsældum enn á ný. Hér má sjá Connect In Colour-Encrypted Kryptonite, sex augnskuggapallettu frá MAC, 9.990 kr.
Lip Line'n Coat frá Gosh er tvíenda varablýantur og topper sem tryggir vatnshelda formúlu í allt að 7 klukkustundir. Hagkaup, 2.699 kr.
Terracotta-sólarpúðrið frá Guerlain er fyrsta sólarpúðrið sem kom á markað og stendur enn fyrir sínu og trónir á toppnum. Næs að nota í kringum allt andlitið og sem augnskugga fyrir sama litatón heilt yfir.
Always On-kremaður augnskuggi frá Smashbox sem hægt er að nota einan og sér eða sem grunn undir púðurskugga. Þessi er í litnum Taupe. Hagkaup, 4.999 kr.
Dior Contour-varablýantur í litnum Nude Look er ekta næntís litur með formúlu sem helst extra vel á vörunum. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Flauelskenndur varalitur frá Dior í litnum Nude Look Velvet.
Gullfalleg skyggingar- og ljómapalletta frá Dr Irina Eris. Hagkaup, 7.999 kr.
Idôle Tint er ný formúla úr smiðju Lancôme sem hægt er að nota á augu og kinnar eða sem eyeliner. Formúlan kemur í mörgum fallegum litum, sanseruðum og möttum og helst einstaklega vel á yfir daginn. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Color Gel Lipbalm frá Shiseido í litnum Juniper er fallega súkkulaðibrúnn litur í anda þess sem Hailey Bieber gerði allt brjálað með fyrir snyrtivörumerkið sitt Rhode. Hagkaup, 5.299 kr.

Varaglossarnir- og olíurnar eru ekki á förum. Hér eru nokkrar formúlur sem við mælum með!

Fat Oil Lipdrip frá NYX, Hagkaup, 2.695 kr.
Lip Comfort Oil frá Clarins, Hagkaup, 4.399 kr.
Lip Glow Oil frá Dior. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Total Lip Gloss frá Sensai, Hagkaup, 6.299 kr.

Grunge

Við höldum áfram að stela trendum frá tíunda áratugnum og munum sjá meira af rokkaðri og ófullkominni grunge förðun. Nú er tíminn fyrir eyeliner sem lítur út fyrir að hafa lifað heljarinnar partínótt af!
Baksviðs hjá Rave Review.
Jessica Stam baksviðs hjá N21.
Klesstur eyeliner hjá Luisa Spagnoli.
Grunge lúkk hjá Iceberg.
Tattoo Gel Liner frá Maybelline blandast vel, Hagkaup, 1.549 kr.
The Nudes-augnskuggapallettan frá Maybelline inniheldur ekta kalda næntís-tóna. Hagkaup, 3.099 kr.

Flauelskennt

Þó ljómandi húð sé kannski ekki beint á útleið munum við sjá meira af flauelskenndri áferð á húðinni og nýjar og spennandi formúlur poppa upp sem fullkomna ásýnd húðarinnar.
Flauelskennd og fullkomnuð húð á tískusýningarpalli Fendi.
Zimmermann.
Dökkur varalitur við flauelskennda húð hjá Carolina Herrera.
Náttúrulegt og ferskt hjá Gabriela Hearst.

Steldu stílnum

Forever Velvet Veil býr til flauelskennda áferð á húðina og farðinn helst lengur á yfir daginn. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Gullfarðinn frá Guerlain er hinn fullkomni farði fyrir þær sem vilja matta en ferska áferð á húðina.

Þynnri og náttúrulegri brúnir

Við erum ekki að tala um örmjóu pennastrikin aftur, þannig að við getum öll andað léttar. En nú virðist sem ofurýktu og sleiktu augabrúnirnar séu kannski svolítið á útleið og náttúrulegri brúnir séu að verða vinsælar aftur. Skyggðar með þunnum augabrúnablýanti og greiddar í náttúrulegt form er málið í dag.
Frá tískusýningu Dior.
Baksviðs hjá JW Anderson.
Jason Wu.
Náttúrulegt útlit og brúnir hjá Supriya Lele.
Baksviðs hjá Roberto Cavalli.

Steldu stílnum

Brow Power Micro augabrúnablýantur frá It Cosmetics, Hagkaup, 4.499 kr.
Defining Brow Gel frá Gosh, Hagkaup, 1.799 kr.

Nýjar formúlur

Spennandi formúlur fyrir húðina okkar eru komnar á markað og alltaf gaman að sjá hvernig tækninni fleytir fram og hvað er nýtt og spennandi í þeim efnum.
Futurist SkinTint Serum er nýr farði úr smiðju Estée Lauder sem íslenskar konur þekkja vel. Þessi formúla er eins og nafnið gefur til kynna með serumlíka áferð og lofar að bæta áferð og tón húðarinnar með tímanum. Hagkaup, 11.299 kr.
Capture Totale Hyalushot er ný formúla frá Dior sem inniheldur hýalúronsýru sem á að fylla upp í fínar línur líkt og um fylliefni sé að ræða. Mjög spennandi nýjung sem vert er að kynna sér. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Japanir vita hvað þeir syngja þegar kemur að húðrútínu en það nýjasta frá Sensai er augnkrem sem heitir Awakening Eye Essence sem mælt er með að nota kvölds og morgna sem síðasta skref í húðrútínunni en svo má einnig nota formúluna yfir farða yfir daginn ef man er extra þurr. Vinnur á fínum línum og hrukkum og gefur augnumgjörðinni ljómandi fallegt yfirbragð. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Le Lift Pro er nýtt og spennandi serum frá Chanel sem inniheldur virk efni sem eiga að vinna að því að stinna húðina og styrkja. Ástrós Trausta er aðdáandi! Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Abeille Royale Clarify & Repair Creme frá Guerlain er lúxuskrem sem vinnur á litabreytingum í húðinni og fínum línum og hrukkum. Guerlain fæst í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr fegurð

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free

Fegurð

Nýi ilmurinn hennar Kylie er kominn til landsins!

Fegurð

Dulúðleg og grípandi haustlína Chanel 2024

Fegurð

Förðunar­fræðingurinn okkar mælir með nýjum og spennandi snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Nýtt frá Chanel

Fegurð

Þetta er klippingin sem allar kúl stelpurnar verða með á næstunni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með frá MAC

Fegurð

Best í brúnku! Nýjar og ljómandi snyrtivörur á Tax Free