Fara í efni

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð - 5. mars 2024

Hin goðsagnakennda Les Beiges-lína Chanel sækir innblástur til vetraríþrótta í ár þar sem húðin er rjóð og ljómandi eftir heilan dag á fjöllum. Skoðum saman Winter Glow frá Chanel sem fæst í Hagkaup, Smáralind.

Rjóð eftir dag á fjöllum

Eins og svo oft áður þá standa kinnalitirnir upp úr þegar við lítum yfir heildina í Winter Glow-línunni. Ef þú ert að leitast eftir „ég var að koma af fjöllum“-effektinum þá er um að gera að skoða þessa nánar. Kinnalitirnir koma í þremur litatónum: ferskum bleikum, frískandi kórallit og fjólubleikum sem gefa kinnbeinunum ljóma og eplunum fallegan lit.
Berðu kinnalitinn efst á kinnbeinin og á epli kinnanna fyrir ómótstæðilegan lit og ljóma.

Fimm bleikir tónar

Augnskuggapallettan sem kemur í takmörkuðu upplagi inniheldur fjóra mismunandi tóna af bleikum sem fá hvaða augnlit sem er til að „poppa“.

Vel nærðar varir í frísklegum litatónum

Í vetur komu þrír nýir litatónar í Rouge Coco Baume-lituðu varasölvunum frá Chanel en þeir gefa vörunum raka á augabragði þökk sé náttúrulegu vaxi og rakagefandi formúlu. Litirnir eru ferskur bleikur, ískaldur blátóna beislitur (sem nýtur sín mjög vel með dekkri varablýanti) og djúpur, brúntóna bleikur.

Náttúrulegar neglur

Nú þegar tískan snýst um glossaðar neglur og náttúrulega naglaliti koma nýju Chanel-lökkin sterk inn með fölbleikan og ískaldan hvítan tón.

Ljómandi vörn

Les Beiges Healthy Winter Glow-primerinn gefur húðinni raka og vörn og fallegan ljóma í leiðinni og smýgur fljótt inn í húðina. Kemur í þremur litatónum sem ætti að passa öllum húðtónum.

Þú færð Chanel-snyrtivörurnar í Hagkaup, Smáralind!

Meira úr fegurð

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free

Fegurð

Nýi ilmurinn hennar Kylie er kominn til landsins!

Fegurð

Dulúðleg og grípandi haustlína Chanel 2024

Fegurð

Förðunar­fræðingurinn okkar mælir með nýjum og spennandi snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Nýtt frá Chanel

Fegurð

Þetta er klippingin sem allar kúl stelpurnar verða með á næstunni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með frá MAC

Fegurð

Best í brúnku! Nýjar og ljómandi snyrtivörur á Tax Free