Undirbúðu húðina vel
Falleg förðun byrjar alltaf á góðum undirbúningi þar sem húðin er þrifin og vel nærð. Hér eru þær húðvörur sem við mælum með áður en farði er borinn á.
Ljómandi grunnur
Þegar kemur að farða fyrir fermingardaginn er létt og ljómandi málið. Best er að velja létt, litað dagkrem eða farða sem hylur ekki of mikið. Hægt er að nota hyljara aukalega til að hylja bólur eða roða í húðinni. Þannig verður heildarútlitið náttúrulegt og fallegt.
Léttur hyljari
Góður hyljari er nauðsyn í hverja snyrtibuddu og kemur þér langt á fermingardaginn.
Frísklegar kinnar
Kinnalitur er mjög trendí í dag og gerir svooo mikið fyrir heildarútlitið. Gefðu kinnunum frísklegt yfirbragð með kinnalit í bleikum eða ferskjutón.
Sólkysst og sæl
Sólarpúður setur punktinn yfir i-ið og gefur andlitinu sólkysst og fallegt útlit.
Maskarinn er ómissandi
Maskari gefur augunum dýpt og er mörgum ómissandi. Mundu bara að nota hann sparlega og greiddu vel í gegnum augnhárin til að forðast að þau klessist saman.
Heilbrigðar varir
Við mælum með lituðum varasalva eða sætu glossi á fermingardaginn. Gott er að undirbúa varirnar vel með varaskrúbbi til að fjarlægja dauðar húðfrumur en auðvelt er að útbúa slíkan heima úr því sem til er á heimilinu eins og sykri og olíum.
Fáðu farðann til að endast allan daginn
Til að setja farðann mælum við með lausu eða pressuðu púðri, létt yfir t-svæðið. Einnig er gott að klára förðunina með svokölluðu farðaspreyi sem læsir farðann á sínum stað svo þú getir verið viss um að hann haldist vel frá morgni til kvölds.
Náttúrulegar augabrúnir
Augabrúnirnar eru fallegastar þegar þeim er haldið sem allra náttúrulegustum. Notaðu glært eða litað augabrúnagel til að greiða þær upp og ramma andlitið inn.