Fara í efni

Heitar hugmyndir að konudagsgjöf

Lífsstíll - 20. febrúar 2025

Ef þú ert að leita að hugmyndum að því hvernig þú getur gert vel við konuna í þínu lífi á konudaginn sem er á sunnudaginn kemur, þá ertu á réttum stað!

Við höfum alltaf heillast af Rabanne-ilmunum en sá nýjasti úr þeirra röðum heitir Fame Couture. Nú er um að gera að nýta tækifærið þar sem það er 20% afsláttur af dömuilmum í Hagkaup Smáralind til 23. febrúar.
Segðu það með súkkulaði! Epal, 5.950 kr.
Imperia Piccolo-línan frá Sif Jakobs er gordjöss og tilvalin konudagsgjöf. Meba, verð frá 17.900 kr.
Ilmirnir frá Jean Paul Gaultier eru með þeim allra vinsælustu í heiminum í dag og ekki að ástæðulausu. Nýjasta viðbótin La Belle "Flower Edition" mun án efa halda heiðri þeirra á lofti en í lýsingu á ilminum segir að hann sé kynþokkafullur með meiru og á að fara með þig í huganum í aldingarðinn Eden.
Fallegur blúndubrjóstahaldari frá Emporio Armani er sexí gjöf! Mathilda, 10.990 kr.
Falleg kort með persónulegri ástarjátningu er fallegasta gjöfin! Líf og list, 740 kr.
Nú er 20% afsláttur af aukahlutum í Galleri 17 og þessi taska er tryllt! Fullt verð: 15.995 kr.
Líkamskremin frá Elizabeth Arden eru algert dekur í dós en merkið er á 20% afslætti í Hagkaup, Smáralind þessa dagana. Fullt verð: 3.699 kr.
Girnileg bók fyrir konuna í þínu lífi, Penninn Eymundsson, 5.999 kr.
Gullfallegur gullhringur með steini, Jens, 35.900 kr.
Tjúlluð taska með „designer“- ívafi úr Zara, 8.995 kr.
Flestar konur sem við þekkjum eru sökkerar fyrir góðu ilmkerti. Þetta frá Scent of Copenhagen er trés chic! Epal, 7.800 kr.
Þessi týpa frá New Balance eru þægilegustu skór sem við eigum en þessi vínrauði litur er á óskalistanum okkar! Kaupfélagið, 24.995 kr.
Þetta snið af töskum er að trenda og rúskinnið er að heilla okkur! Zara, 31.995 kr.
Viva La Juicy er líflegur og sætur blómailmur með ljúffengri vanillu, karamellu og munúðarfullum blæ. Fersk ber, sætur skógartoppur og mandarína setja svo toppinn yfir i-ið. Nú á 20% afslætti í Hagkaup! 5.439 kr.
Svo sætir fylgihlutir í Gina Tricot, 2.095 kr.
Kynþokkafull undirföt úr Lindex, 7.299 kr.
Við þekkjum margar sem eru aðdáendur Her frá Burberry, hér er nýjasta týpan mætt og við veðjum á að þessi slái í gegn!
Devotion-ilmurinn frá Dolce & Gabbanna er ávanabindandi og kemur nú í líkamskremi. Dýrðleg gjöf fyrir pjattrófuna í þínu lífi. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Látlaust og fallegt tennis-armband frá Joanli Nor, Jón og Óskar, 11.900 kr.
Daisy Love Glow frá Marc Jacobs gæti auðveldlega verið vor- og sumarilmurinn í ár. Hversu kjút? Fæst í Hagkaup, Smáralind og kostar 12.799 kr.
Fullkomin vinnutaska úr Gina Tricot, 9.195 kr.
Silkiklútarnir frá Farmers Market eru draumur, Dúka, 7.500 kr.
Nýr fjölskyldumeðlimur í Gucci Bloom-fjölskylduna sem tískudívurnar eiga eftir að missa sig yfir.
Hversu falleg er þessi taska frá Gianna Chiarini?Dúka, 45.990 kr.
Hin fullkomna augnskuggapalletta? MAC, 14.590 kr.
Smart stafahálsmen úr SIX, 3.995 kr.
Eternity frá Calvin Klein fer með okkur í huganum aftur til tíunda áratugsins. Hér er nútímaleg útgáfa mætt með Amber-ívafi. Ef þú vilt finna þína innri Christy Turlington, mælum við með þessari! Hagkaup, 12.399 kr.
Þessi blástursbursti frá Revlon hefur slegið í gegn og er á þokkalega hagstæðu verði! Hagkaup, 9.995 kr.
Brilljant gjöf fyrir förðunarunnandann þar sem spegill og hleðslustöð sameinast í einni græju! Hagkaup, 27.995 kr.
Mestar líkur eru á því að þú sláir í gegn ef þú býður konunni þinni á nýju Bridget Jones-myndina sem er komin í Smárabíó!
Vorlína Guerlain er guðdómleg í ár og vörurnar fullkomin konudagsgjöf fyrir förðunarunnandann. Guerlain fæst í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Stílistinn okkar með tips fyrir Kauphlaup

Lífsstíll

Byrjaðu árið af krafti og náðu markmiðum þínum!

Lífsstíll

Vertu smart í ræktinni!

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Nokkur vel valin tips fyrir gamlárskvöld

Lífsstíll

Sniðugar jólagjafahugmyndir undir 5.000 kr.

Lífsstíll

Spennandi jólagjafa­hugmyndir fyrir hann

Lífsstíll

Stílistinn okkar skoðar tilboðin á Kauphlaupi