Ef þú ert að leita að hugmyndum að því hvernig þú getur gert vel við konuna í þínu lífi á konudaginn sem er á sunnudaginn kemur, þá ertu á réttum stað!
Við höfum alltaf heillast af Rabanne-ilmunum en sá nýjasti úr þeirra röðum heitir Fame Couture. Nú er um að gera að nýta tækifærið þar sem það er 20% afsláttur af dömuilmum í Hagkaup Smáralind til 23. febrúar.
Imperia Piccolo-línan frá Sif Jakobs er gordjöss og tilvalin konudagsgjöf. Meba, verð frá 17.900 kr.
Ilmirnir frá Jean Paul Gaultier eru með þeim allra vinsælustu í heiminum í dag og ekki að ástæðulausu. Nýjasta viðbótin La Belle "Flower Edition" mun án efa halda heiðri þeirra á lofti en í lýsingu á ilminum segir að hann sé kynþokkafullur með meiru og á að fara með þig í huganum í aldingarðinn Eden.
Viva La Juicy er líflegur og sætur blómailmur með ljúffengri vanillu, karamellu og munúðarfullum blæ. Fersk ber, sætur skógartoppur og mandarína setja svo toppinn yfir i-ið. Nú á 20% afslætti í Hagkaup! 5.439 kr.
Við þekkjum margar sem eru aðdáendur Her frá Burberry, hér er nýjasta týpan mætt og við veðjum á að þessi slái í gegn!
Devotion-ilmurinn frá Dolce & Gabbanna er ávanabindandi og kemur nú í líkamskremi. Dýrðleg gjöf fyrir pjattrófuna í þínu lífi. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Eternity frá Calvin Klein fer með okkur í huganum aftur til tíunda áratugsins. Hér er nútímaleg útgáfa mætt með Amber-ívafi. Ef þú vilt finna þína innri Christy Turlington, mælum við með þessari! Hagkaup, 12.399 kr.