Fara í efni

Byrjaðu árið af krafti og náðu markmiðum þínum!

Lífsstíll - 7. janúar 2025

Nýtt ár, nýr kafli – og allir eru að rembast við að finna út úr því hvernig þeir geta orðið „besta útgáfan af sjálfum sér.“ En við skulum ekki detta í þá gryfju að ætla að gera allt og brenna út í febrúar. Munum að þetta er ferðalag, ekki kapphlaup. Hér eru nokkur góð ráð til að koma þér nær þínum persónulegu markmiðum.

Nýtt ár er kjörið tækifæri til að forgangsraða, setja sér markmið og móta nýjar venjur. Hvort sem þú vilt bæta heilsuna, ná árangri í starfi, dýpka sambönd eða komast að einhverju nýju og spennandi um sjálfa þig, þá er lykillinn að árangri að skipuleggja sig vel og hugsa til langtíma og skapa sér nýjar venjur sem endast lengur en fyrstu vikurnar í janúar. 

Mikilvægt er að setja markmiðin sín niður á blað, nú eða inn í app því þá eru töluvert meiri líkur á að þú náir þeim.

Byrjaðu smátt og raunsætt

Við eigum það öll til að ætla að taka nýja árið með trompi og setjum okkur háleit markmið eins og að skrifa bók, hlaupa maraþon eða læra nýtt tungumál en hættum að nenna í febrúar. Leyndarmálið er að byrja smátt. Ef þú vilt til dæmis bæta líkamsrækt í líf þitt, þá gæti verið gott ráð að byrja á göngutúrum og byggja ofan á. Ef þú endar með að fara í jógatíma með vinum í mars, þá ertu á réttri leið!
  • Ekki reyna að breyta öllu í einu. Veldu fáein markmið sem skipta þig máli og brjóttu þau niður í minni áfanga.
  • Dæmi: Ef þú vilt byrja að hreyfa þig meira, settu þér markmið að fara í stuttar göngur þrisvar í viku og byggðu ofan á þær venjur.
Góð lífsins lexía er að taka eitt skref í einu, það er allt og sumt.

Skrifaðu markmiðin niður

Að skrifa niður markmiðin sín gerir þau raunveruleg. Hvort sem þú notar fallega stílabók, app eða bara gömlu, góðu post-it-miðana, þá skiptir máli að þau séu sýnileg. Hafðu gaman að þessu: „Ég ætla að safna upp í draumaferðalag,“ hljómar betur en „ég ætla að spara.“
  • Að setja markmiðin sín niður eða skrá þau á stafrænan hátt gerir þau áþreifanlegri.
  • Vertu nákvæm: „Ég ætla að lesa eina bók í mánuði“  frekar en „Ég ætla að lesa meira.“
Samkvæmt rannsóknum erum við 42% líklegri til að ná markmiðum okkar ef við skrifum þau niður. 100% þess virði, ef þú spyrð okkur!

Notaðu SMART-aðferðina

„Ég ætla að hreyfa mig meira“ er svo óljóst að jafnvel göngutúr í eldhúsinu gæti talist með. Bættu smá mælingum við, t.d.: „Ég ætla að ganga 10.000 skref þrisvar í viku.“ Þá geturðu klappað þér á bakið með góðri samvisku þegar þú nærð því.
      • Markmið verða að vera mælanleg til að þú vitir hvort þú náir þeim.
      • Notaðu SMART-aðferðina:
        Skýr (Specific)
        Mælanleg (Measurable)
        Aðgerðamiðuð (Achievable)
        Raunhæf (Realistic)
        Takmörkuð við tíma (Time-bound).

Skipuleggðu tímann þinn og fagnaðu litlu sigrunum á leiðinni

Gamla tuggann um að njóta ferðalagsins er klassísk en meikar fullkominn sens. Það er ekki bara lokaárangurinn sem skiptir máli – litlu sigrarnir á leiðinni eru jafn mikilvægir! Náðir þú markmiðum þínum fyrstu vikuna? Verðlaunaðu þig á uppbyggilegan hátt með dekurdegi eða jafnvel Netflix-kvöldi með góðri samvisku.
  • Búðu til áætlun með skýrum tímaramma. Skiptu markmiðunum upp í vikuleg eða mánaðarleg skref.
  • Notaðu dagbók, stafræna áætlanagerð eða app til að halda utan um framvinduna.
Mundu að fagna litlu sigrunum!

Lærðu af mistökunum þínum

Mistök eru bara...lífið! Ef þú missir úr einn dag, eða eina viku- ekki örvænta. Mistök geta verið frábær kennsla. „Þar fór sú vika-hvernig get ég skipulagt næstu viku betur?“ er gott viðmót. Mestu máli skiptir að halda áfram.
  • Það er eðlilegt að rekast á hindranir. Líttu á þau sem tækifæri til að bæta aðferðir þínar.
  • Spyrðu: „Hvað get ég gert betur næst?“ í stað þess að dæma sjálfa þig.

Byggðu upp gott stuðningsnet

Að deila markmiðunum sínum með öðrum hjálpar helling. Kannski eru vinirnir að stefna á svipaðar breytingar? Láttu þá vita og gerið skemmtilegan leik úr markmiðunum ykkar.
  • Segðu fjölskyldu og vinum frá markmiðunum þínum. Þau geta veitt þér innblástur og ábyrgðartilfinningu.
  • Veldu að hafa fyrirmyndir eða samstarfsmenn sem deila svipuðum markmiðum.
Að deila markmiðum sínum með vinum eða fjölskyldu hjálpar mikið.

Mikilvægt að hafa jafnvægi í lífinu

Markmiðin þín eiga ekki að gera þig úrvinda. Gefðu þér smá tíma til að anda, slaka á og einfaldlega vera. Heilsan og hamingjan eiga alltaf að vera í forgangi.
  • Passaðu að setja ekki of mikinn þrýsting á sjálfa þig. Markmið ættu að efla þig, ekki sliga.
  • Gefðu þér tíma fyrir hvíld, sjálfsumönnun og skemmtun á meðan þú vinnur að markmiðunum þínum.
  • Mundu að þetta er ekki kapphlaup, heldur ferðalag. Að byggja upp nýjar venjur tekur tíma.
  • Vertu þolinmóð og minntu þig á hvers vegna þú settir markmiðin í upphafi.
Taktu stöðuna allavega mánaðarlega til að sjá hvað var vel gert og hvað hefði mátt betur fara-ekki bíða fram að janúar á næsta ári.

Líttu yfir farinn veg

Ekki bíða fram til næsta janúars til að taka stöðuna á hvernig gengur og hverju þú hefur áorkað. Gott er að fara yfir markmiðin sín mánaðarlega. Hvernig gengur? Þarf að breyta einhverju? Ertu stolt af því sem þú hefur gert hingað til? Gefðu þér smá tíma í sjálfsskoðun.
Áfram þú-þú getur þetta! Mundu að þetta er ekki keppni við aðra, heldur ferðalagið þitt. Gerðu 2025 að geggjuðu ári, stútfullu af skemmtilegheitum og nýjum áskorunum og upplifunum.
Lífsgæðadagbókin er bók sem eykur lífsgæði þín ef þú notar hana. Hver opna er vinnurammi fyrir einn dag. Þannig tryggjum við yfirsýn og að það sem mestu máli skiptir sé aðgengilegt á einum stað. Opnurnar eru ekki dagsettar þannig að þú ákveður hversu oft þú skrifar. Penninn Eymundsson, 3.699 kr.
Finnum jafnvægi er mun meira en bara dagbók. Þessi dagbók er til þess að hlúa að persónulegum vexti þess sem notar hana. Hver blaðsíða inniheldur tæki, tól og tilvitnanir til þess að hver sem hana notar upplifi jafnvægi á milli þess að vera og gera. Penninn Eymundsson, 5.199 kr.
Falleg og vönduð dagbók með gormi og blómamynstri fyrir 2025. Ein vika á hverri opnu, mánudagur til sunnudags, með dagsetningum. Íslenskir hátíðisdagar og frídagar eru merktir inn. Fremst í bókinni er yfirlit yfir hvern mánuð og aftast eru línustrikaðar síður þar sem hægt er að skrifa. A4, 2.399 kr.
Falleg, vönduð og stílhrein dagbók með gormi fyrir árið 2025. Ein vika á opnu, yfirlit yfir hvern mánuð og aftast eru línustrikaðar síður fyrir minnispunkta. A4, 2.699 kr.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Vertu smart í ræktinni!

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Nokkur vel valin tips fyrir gamlárskvöld

Lífsstíll

Sniðugar jólagjafahugmyndir undir 5.000 kr.

Lífsstíll

Spennandi jólagjafa­hugmyndir fyrir hann

Lífsstíll

Stílistinn okkar skoðar tilboðin á Kauphlaupi

Lífsstíll

„Stórkostlegt átak sem þjóðin hefur tekið algerlega upp á sína arma“

Lífsstíll

Topp 5 bækur til að lesa í haust