Förum alla leið!
Gamlárskvöld er ekki kvöldið þar sem við viljum vera halda aftur að okkur. Það er hér sem að við göngum alla leið er kemur að því að skreyta.
Tips fyrir vel lukkað áramótaborð
Veldu þér þema eins og liti og þess háttar.
Skreyttu matarborðið með gylltu eða silfruðu skrauti, eða hvoru tveggja. Það má allt þetta kvöldið!
Dragðu fram sparistellið og brjóttu um servíetturnar.
Skreyttu með stórum, fallegum blómvendi.
Notaðu kerti eða LED ljós á borðið, það minnkar eldhættu.
Blöðrur eru partur af góðu partíi, því fleiri blöðrur því betra.
Skreytið með fylgihlutum eins og pappahöttum, grímum, gleraugum, flautum og þess háttar.
Ekki gleyma fordrykknum fyrir gestina þegar þeir mæta.
Frakkar kunna að setja glamúr á stærsta kvöld ársins. Þeir fagna nýju ári með kampavíni sem yfirleitt er parað saman við ostrur, kalkún eða gæs - og því næst dansa þeir og skemmta sér langt inn í nóttina.
Nýárshefðir
Nýárshefðirnar geta verið misjafnar á milli landa - til dæmis er hefð á Ítalíu að vera í rauðum nærfötum þegar klukkan slær tólf. Deilt hefur verið um hvernig og hvenær þessi hefð hófst, en það má vel ganga lengra og velja rautt á neglurnar um áramótin, eða jafnvel rauða flík.
Stærsta nýárshefð Bandaríkjamanna, er án efa þegar milljónir manna safnast fyrir framan sjónvarpið eða út á götu - til að fylgjast með þegar kúlan á Times Square fellur niður á miðnætti. Hefðin byrjaði upphaflega árið 1907, þegar eigandi New York Times vildi vekja athygli á nýjum höfuðstöðvum blaðsins og hefur þetta verið árlegur viðburður síðan og ein sú vinsælasta.
Í Brasilíu heldur fólk út á strönd strax eftir miðnætti - hoppar þar yfir sjö öldur í sjónum og óskar sér sjö sinnum. Hefðin er sprottin frá því að heiðra Yemanja, gyðju vatnsins - og þú verður að klæðast hvítum fatnaði áður en þú stekkur út í, því hvíti liturinn táknar hreinleika.
Á Írlandi er hjátrú og áramótahefð að banka á dyr og veggi með brauðhleif hjá heimilisfólkinu sínu. Hljómar brjálæðislega, en snýst í raun um að fæla ólukku úr húsi og bjóða góða anda inn áður en nýtt ár gengur í garð.
Gleðilegt nýtt ár!
Fleiri hugmyndir fyrir dekkuð borð og skreytingar má finna HÉR.