Fara í efni

Stílistinn okkar með tips fyrir Kauphlaup

Lífsstíll - 3. apríl 2025

Nú stendur yfir Kauphlaup í Smáralind og því hægt að gera góð kaup á öllu mögulegu. Stílistinn okkar tók saman nokkur vel valin „tips“!

Skór

Ef þú ert á höttunum eftir nýjum skóm þá er GS Skór með 20% af öllu frá Dr. Martens, Billibi og Pavement.
Mokkasínur eru klassík sem hægt er að nota hvort sem er á hausti, vori eða yfir sumartímann. Tískuprik í kladdann fyrir að para þær við hvíta, uppháa sokka!

Mokkasínur á tískuviku í New York.

Mokkasínur frá Dr. Martens á 20% afslætti í GS Skór. Fullt verð: 34.995 kr.
Mokkasínur frá Pavement úr GS Skór á 20% afslætti. Fullt verð: 26.995 kr.
25% afsláttur af allskyns skóm hjá Timberland, meðal annars þessum klassísku „bátaskóm“ sem eru að trenda. Timberland, 17.992 kr.

Gallabuxur

Vinnuhesturinn í fataskápnum er án nokkurs vafa gallabuxur og þess vegna er fjárfesting í góðri týpu alveg málið. Mathilda er með 20% afslátt af öllum buxum á Kauphlaupi og því um að gera að grípa gæsina.
Allar buxur á 20% afslætti í Mathilda og þessar frá Anine Bing er á óskalistanum okkar. Fullt verð: 49.990 kr.
20% afsláttur af Calvin Klein í Galleri 17. Fullt verð: 19.995 kr.
Gallabuxur frá Boss úr Mathilda. Fullt verð: 19.990 kr.
501 frá Levi´s nú á 12.243 kr.

Hér er innblástur frá tískuviku þar sem gallabuxurnar spila alltaf stóra rullu.

Bjútí

Lyfja er meðal annars með 20% afslátt af húðlækningavörunum frá Pharmaceris og Vichy og förðunarfræðingurinn okkar er með ráðleggingar fyrir ykkur.
Pharmaceris-vörurnar hafa komið okkur skemmtilega á óvart í gegnum tíðina en farðinn frá þeim er einn sá allra besti, hylur vel og er með kremaða og fallega áferð sem verður eitt með húðinni. Plús að hann er á geggjuðu verði og 20% afslætti í ofanálag! Fullt verð: 3.520 kr.
Mineral 89 serumið frá Vichy er goðsagnakennt en formúlan „býr yfir steinefnaríka lindarvatninu frá VICHY, 4% Niacinamide og góðgerlum sem saman mynda formúlu sem róar stressaða húð og flýtir fyrir því að húðin komist í jafnvægi allt að 69% hraðar en með öðrum sambærilegum vörum, “ segir í lýsingu á vörunni. Fullt verð: 8.999 kr.
Pharmaceris-farðinn er leynd perla í Lyfju sem vert er að tékka á! Fullkomnar á náttúrulegan hátt og góður fyrir viðkvæma húð.
The Body Shop er með 20% afslátt af öllu og við elskum meðal annars hreinsinn frá þeim.

Ræktin

Air er með 20% afslátt af öllu, þannig að ef þig vantar eitthvað fyrir ræktina eða börnin mælum við með heimsókn þangað á Kauphlaupi.
Air, 19.996 kr.
Air, 20.796 kr.
Air, 25.596 kr.
Air, 23.996 kr.
Þessir flottu Adidas-skór eru nú á 11.120 kr. í Útilíf.

Fylgihlutir

Fylgihlutir geta sett punktinn yfir i-ið og Gina Tricot er með extra sæta fylgihluti þessa dagana eins og töskur, sólgleraugu og eyrnalokka á 20% afslætti.
20% afsláttur af fylgihlutum í Gina Tricot! Fullt verð: 7.395 kr.
Tjúlluð sólgleraugu! Gina Tricot, fullt verð: 3.195 kr.
Gina Tricot, fullt verð: 9.195 kr.
Galleri 17 er meðal annars með afslátt af Samsøe Samsøe og Karakter meðal annars með 20% afslátt af Rosemunde. Þessar töskur eru sjúklega sætar!
Karakter, fullt verð: 19.995 kr.
Galleri 17, fullt verð: 18.995 kr.

Galleri 17 er með 20% afslátt af Calvin Klein!

Galleri 17, fullt verð: 7.995 kr.
Galleri 17, fullt verð: 8.995 kr.

20% afsláttur af þessum!

Galleri 17, fullt verð: 25.995 kr.
Galleri 17, fullt verð: 19.995 kr.
Galleri 17, fullt verð: 18.995 kr.
Matinique og Tiger of Sweden á 20% afslætti í Kultur menn, fullt verð: 89.995 kr.
GS Skór, fullt verð: 36.995 kr.

Heimilið

Á Kauphlaupi er hægt að gera dúndurgóða díla á heimilisvörum.
Fallegi kökudiskurinn frá Ittala nú á 10.240 kr. í Epal.
Allt fyrir heimilið á 20% afslætti í Dúka.
Jamie Oliver panna á 30% afslætti í Líf og list sem er með frábær tilboð í gangi, 15.990 kr.

Börnin

Mayoral er með 20% afslátt af öllum settum hjá sér og þau eru hver öðru krúttlegri!
Mayoral, fullt verð: 8.995 kr.
Mayoral, fullt verð: 9.495 kr.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Heitar hugmyndir að konudagsgjöf

Lífsstíll

Byrjaðu árið af krafti og náðu markmiðum þínum!

Lífsstíll

Vertu smart í ræktinni!

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Nokkur vel valin tips fyrir gamlárskvöld

Lífsstíll

Sniðugar jólagjafahugmyndir undir 5.000 kr.

Lífsstíll

Spennandi jólagjafa­hugmyndir fyrir hann

Lífsstíll

Stílistinn okkar skoðar tilboðin á Kauphlaupi