Fara í efni

Draumkennd samstarfslína með kvenlegu og karllægu í bland

Tíska - 28. ágúst 2020

Draumkennd samstarfslína líbanska hönnuðarins Sandra Mansour og H&M er komin í flagship-verslun sænska tískurisans í Smáralind. Innblástur segist Sandra hafa fengið frá kvenlistamönnum og fegurð náttúrunnar. Við kunnum persónulega að meta blönduna af því kvenlega í pífupilsum og kjólum og því karllæga í stórum blazer og hermannastígvélum.

H&M hefur ákveðið að gefa $100,000 til styrktar starfi Rauða krossins í Líbanon.

Hér sést hvernig hinu kvenlega pífupilsi og karlmannlegum blazer og hermannastígvélum er blandað saman á töff vegu.
Góður stuttermabolur er gulli betri.

Aðspurð segist Sandra sjálf halda mest upp á skartið í línunni sinni fyrir H&M. Þessir lokkar eiga hug hennar og hjarta en þeir eru ósamstæðir og misstórir sem gerir þá einstaka og með ákveðinn vá-faktor!

Við erum mjög hrifnar af stóru sólblómalokkunum frá henni.

Smart hettupeysa við pils og stígvél, hér sjást eyrnalokkarnir vel.

Svart frá toppi til táar er eitthvað sem klikkar seint.

Sandra Mansour x H&M-línan er komin í flagship-verslun H&M á Íslandi sem er í Smáralind.

Draumkennt og fagurt…

Meira úr tísku

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London