Leður og rúskinn
Ekkert nýtt hér - rúskinns og leðurjakkar og kápur halda áfram að vera hið heitasta trend hjá tískukrádinu.
Litaðar linsur
Sólgleraugu í anda áttunda og tíunda áratugsins þar sem litaðar linsur spila stóra rullu halda áfram að vera sjóðheitur fylgihlutur hjá tískudívunum á meginlandinu.
Sportlegir jakkar
Anorakkar, vindjakkar, bomberar og léttir, sportlegir jakkar eru góð fjárfesting fyrir vorið.
Kjólar og pils yfir buxur
Aldamótatískan kemur sterk inn í þessu trendi þar sem pils og kjólar eru paraðir yfir buxur.
Innblástur frá London
Fylgstu með nýjustu tískutrendunum á HÉRER.is!