Flottustu fylgihlutirnir vorið 2021

Fylgihlutir eins og handtöskur, skartgripir, sólgleraugu og skór setja punktinn yfir i-ið og fullkomna dressið. Hér eru nokkur fylgihlutatrend sem voru áberandi á meginlandinu þegar vortískan 2021 var frumsýnd.

Flottustu fylgihlutirnir vorið 2021

Fylgihlutir eins og handtöskur, skartgripir, sólgleraugu og skór setja punktinn yfir i-ið og fullkomna dressið. Hér eru nokkur fylgihlutatrend sem voru áberandi á meginlandinu þegar vortískan 2021 var frumsýnd.

Ef skoðaðar eru götutískumyndir má bersýnilega sjá að gamla, góða slæðan er á uppleið í tískuheiminum.

Hér má sjá eina klassíska útfærslu þar sem slæðan er bundin í kringum kragann á skyrtunni.

Hér hefur tvífari Cindy Crawford bundið slæðu um mittið og notað sem belti. Myndir: IMAXtree.
Bundin um hárið eins og á gullaldarárum Hollywood.

Ein sjúklega chic slæða frá Dior.

Slæða með stafnum þínum, Zara, 4.495 kr.

Belti halda áfram að spila stóra rullu í vor og eru gjarnan notuð yfir jakka og kápur.

Hvítur, beislitur og brúnn er litakombó sem er sjóðheitt.

Smart útfærslur hjá Gabrielu Hearst og Gauchere.

Belti með skírskotun í sokkabönd verða áberandi á næstunni. Þessi mynd er frá vorsýningu ítalska tískuhússins Fendi.
Frá vorsýningu Isabel Marant 2021.

Tískuhúsið Chanel sýndu töskur í öllum stærðum og gerðum sem eru hugsaðar fyrir allt frá Airpods yfir í sólgleraugu og allt þar á milli. Töskurnar eru gjarnan „layeraðar“ saman nokkrar í senn.

Caro Daur á götum Mílanóborgar með pínulitla míní Fendi-tösku.
Á hinn boginn virðist tískuheimurinn vera orðinn vel mettur af mínítöskum og þá sveiflast straumarnir í þveröfuga átt með risastórum töskum eins og þessari hér hjá Dolce & Gabbana.

Ekkert lát virðist vera á vinsældum þykku keðjunnar sem lætur sjá sig í allskyns fylgihlutum á borð við skóm, töskum, beltum og eyrnalokkum.

Frá vorsýningu Louis Vuitton 2021.
Taskan frá Bottega Veneta sem startaði öllu hlunka-keðju-æðinu!

Skór með kössóttri tá eru hámóðins.

Eitthvað hefur borið á hálsfestum og eyrnalokkum úr gleri.

Sólgleraugu með kössóttu sniði ná upp á tískupallborðið þessi dægrin.

 

Nú er um að gera að gera góð kaup á sólgleraugum en þau eru á afslætti í Optical Studio.

Fylgihlutir eru að okkar mati Pièce de résistance þegar kemur að klæðaburði.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.