Heitar hugmyndir frá tískupöllunum

Vortískusýningarpallarnir voru stútfullir af ferskum hugmyndum að stíliseringu. Góðu fréttirnar eru að við erum að tala um klassískar flíkur og fylgihluti sem eru til í fataskápnum en fá nýtt og ferskt yfirbragð með hugmyndafluginu einu saman.

Heitar hugmyndir frá tískupöllunum

Vortískusýningarpallarnir voru stútfullir af ferskum hugmyndum að stíliseringu. Góðu fréttirnar eru að við erum að tala um klassískar flíkur og fylgihluti sem eru til í fataskápnum en fá nýtt og ferskt yfirbragð með hugmyndafluginu einu saman.

Gamla, góða gollan í nýju ljósi

Gamla, góða gollan fær uppreist æru en Miuccia Prada sendi hana niður pallinn undir kjólum og toppum fyrir Miu Miu. Skemmtilega frumleg að vanda og það sem Prada segir- því hlýðum við!

Victoria Beckham er alltaf með puttann á púlsinum en á vorsýningu hennar sáum við klassískar flíkur í seventís-stíl paraðar við neon-liti og rúllukragaboli undir skyrtur. Hvoru tveggja eins og ferskur andvari og auðvelt að stela stílnum.

Kjólar yfir buxur minna okkur hugsanlega meira á tíunda áratuginn en við kærum okkur um en engu að síður tókst tískuhúsinu Khaite að gera lúkkið ferskt á ný. Stuttur kjóll með púffermum yfir beinar gallabuxur og hæla. Hví ekki?

Silkiklútar voru bundnir um mittið á fyrirsætunum hjá Burberry og notaðir eins og belti. 

Mittisvesti eru að koma hrikalega sterk inn í vor en hér sýnir Louis Vuitton eitt slíkt yfir skyrtu og við uppháar buxur í seventís-stíl. Það er eitthvað einstaklega nördalega-“chic” við þetta lúkk. 

Belti yfir tvítjakka er skemmtilega retró lúkk. Fáðu Chanel-eftirlíkingu hjá Zara. 

Kjólar yfir buxur minna okkur hugsanlega meira á tíunda áratuginn en við kærum okkur um en engu að síður tókst tískuhúsinu Khaite að gera lúkkið ferskt á ný. Stuttur kjóll með púffermum yfir beinar gallabuxur og hæla. Hví ekki?

Meira spennandi

Spurðu stílistann

Nú bjóðum við upp á að senda spurningar á stílista í gegnum Instagram Smáralindar. Hér eru nokkrar af spurningum dagsins sem...

Bleikt & bjútífúl

Allur ágóði af sölunni af bleika pokanum og regnhlífinni frá Lindex rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini á Íslandi.

Stílisti velur það besta úr búðum

Hin fullkomna kápa er fundin! Aðsniðin, síð, svört, ullarblönduð og vönduð. Við biðjum ekki um mikið meira. Zara, 23.995...

Bestu buxurnar á karlinn

Það eru góð kaup í klassískum, dökkbláum gallabuxum. Esprit, 9.995 kr.

Við fáum ekki nóg af þessu næntístrendi

Gwyneth Paltrow er ókrýnd stílstjarna tíunda áratugarins. Það leið varla sú vika sem hún klæddist ekki leðurblazer. Það verður...

Spurðu stílistann

Við elskum gróf stígvél í haust en þau koma sérstaklega vel út við pils...

Vampire’s Wife og H&M

Merkið hefur verið í uppáhaldi hjá tískubransafólki síðan það var stofnað fyrir fjórum árum síðan og er þekkt fyrir klæðileg snið sem...

Flottustu yfirhafnir vetrarins 2020

Ljós kápa er einstaklega chic og birtir yfir annars svartleitum fataskápnum. Þessa dagana er mikið úrval til af yfirhöfnum...

Ódauðlegt trend

Það trend sem virðist ætla að halda vinsældum sínum áfram út veturinn 2020 eru ýktar púffermar. Ef þig vantar drama í líf...

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.