Heitustu gallabuxnatrendin 2020

Gömlu, góðu gallabuxurnar eru skyldueign enda viðeigandi við nánast hvaða tilefni sem er. Hér færðu þær allra flottustu beint í æð.

Heitustu gallabuxnatrendin 2020

Gömlu, góðu gallabuxurnar eru skyldueign enda viðeigandi við nánast hvaða tilefni sem er. Hér færðu þær allra flottustu beint í æð.

Gallabuxur sem klipptar eru að neðan hafa verið mjög áberandi síðustu misserin en hér má sjá guðdómlega gyðju á götum Mílanóborgar í þeim stíl.

Götóttar gallabuxur virðast hafa ratað upp á tískupallborðið aftur. Án efa einhverjum til mikillar mæðu. Zara, 6.495 kr.
Kaia Gerber sést hér í átfitti sem líkist óneitanlega því sem móðir hennar, Cindy Crawford, sportaði á tíunda áratug síðustu aldar.
Þetta köllum við að ferðast með stæl! Sjaldan fellur eplið og allt það…

Klassísku, beinu, bláu gallabuxurnar koma vel út uppbrettar við hælaskó.

Þessi týpa er nýlent í Zara og er hreint út sagt tjúlluð! Efnið gefur vel eftir en er samt þykkt og veglegt og uppábrotið leyfir skónum að njóta sín til fullnustu. Zara, 6.495 kr.
Hér má sjá stíl sem er alltaf í tísku og eldist vel.
Zara, 6.495 kr.
Það sést bersýnilega á götutískunni að tíundi áratugurinn kemur sterkur inn og verður sjóðheitur eitthvað áfram ef marka má spár tískuspekúlanta.

Þú færð úrval flottustu gallabuxnastílanna í verslunum Smáralindar.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.