Fara í efni

Hvernig skór verða í tísku í haust?

Tíska - 25. ágúst 2021

Við fórum í gegnum aragrúa af tískusýningum og sorteruðum stærstu skótrendin í haust og vetur.

Litadýrð

Skærir litir verða vinsælir í tískuheiminum á næstu misserum og skótískan er ekki undanskilin. Mörg stærstu tískuhúsanna sýndu skó og stígvél í öllum regnbogans litum. Tilvalið trend fyrir þá sem eru komnir með leið á mínimalisma og svarthvítu og beislit.

Í búðum

Beisik beis

Þeir sem eru ekki alveg geim í litríka skó geta glaðst yfir því að beislituð stígvél koma líka sterk inn í haust en þau eru gjarnan pöruð við dress í sama lit frá toppi til táar.

Í búðum

Gúmmítúttur

Klossuð stígvél með þykkum gúmmísóla halda vinsældum áfram.

Í búðum

Sumir á bomsum…

Kúrekastíll

Kúrekastígvélatrendið verður heitt sem aldrei fyrr þökk sé tískuhúsum á borð við Celine og Isabel Marant.

Pretty Woman

Upphá stígvél í anda Pretty Woman eru sexí og slá í gegn í haust.

Í búðum

Bundnir

Spariskór sem bundnir eru um ökklann er eitthvað sem vert er að skoða á komandi misserum.

Í búðum

Támjóir

Támjóir skór í anda tískunnar í kringum aldamótin njóta vinsælda á næstunni.

Í búðum

Platform

Klossaðir platform-spariskór eru einnig áberandi í hausttískunni.

Zara, 6.495 kr.

Nostalgía

Við höfum sjaldan verið jafn upptekin af nostalgíu og síðasta eina og hálfa árið. Tíska sem minnir okkur á einfaldari tíma er hreinlega eitthvað sem við fáum ekki nóg af. Þess vegna koma svokallaðir skólaskór sterkir inn. Þú færð extra mörg tískuprik fyrir að klæðast þeim við þykka sokka eins og sjá mátti hjá Dior.

Loewe haustið 2021. Mynd: IMAXtree.

Í búðum

Varhugavert trend!

Sokkar paraðir við sandala er tískutrend sem þið megið klæðast á eigin ábyrgð.

Trend sem er alfarið á eigin ábyrgð…

Meira úr tísku

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London