Fara í efni

Karlatískan í vor

Tíska - 8. apríl 2021

Við höfðum einstaklega gaman að því að kynna okkur karlatískuna fyrir vorið. Vonandi veitir þessi grein ykkur örlítinn innblástur til að prófa eitthvað nýtt.

Sjóaður

Þið þekkið þetta, blátt og hvítt þema. Rendur og næsheit sem smellpassar við hækkandi hitastig. Við sannfærðumst algerlega þegar við sáum vorlínu Brunello Cucinelli en það er enginn annar en ofurfyrirsæta tíunda áratugarins, Mark Vanderloo sem situr fyrir og selur trendið eins og enginn sé morgundagurinn.

Mark Vanderloo fyrir Brunello Cucinelli vorið 2021. Sumir verða bara betri með aldrinum!
Brunello Cucinelli vor 2021.

Hermanna-safarí

Hermannalúkkið hefur verið vinsælt í karlatískunni síðustu árin og ekkert lát virðist vera á vinsældum þess. Kakífatnaður- og fylgihlutir eiga einnig upp á tískupallborðið eins og svo oft á sumrin.

Numero vor 2021.

Bomberjakkar

Svokallaðir bomber-jakkar voru bókstaflega allstaðar á vortískusýningarpöllunum.

Brunello Cucinelli vor 2021.

Óldskúl bomber-jakki hjá franska tískuhúsinu Celine. Við vitum ekki alveg með skotapilsið.

Neon og pastel

Ef þú vilt fara örlítið út fyrir þægindarrammann (lesist: svart, grátt og blátt!) gæti verið sniðug hugmynd að prófa að poppa upp á fataskápinn með einni flík eða fylgihlut í neonlit eða, ef þú ert mjög kjarkaður, í pastel í öllum regnbogans tónum.

Tískuhúsið Hermès blandaði pastellitum og neon snilldarlega saman.
Gjörsamlega tjúlluð pistasíugræn jakkaföt frá Brioni.
Jil Sander vor 2021.

Skrítnar og skræpóttar skyrtur

Þetta trend er fyrir lengra komna.

Skyrta með eldgosaívafi frá Brioni.

Rykfrakkinn fær yfirhalningu

Gamli, góði rykfrakkinn er og verður alltaf klassík í fataskápnum. Stærstu tískuhús heims komu að sjálfsögðu með nútímalegar og ferskar útfærslur af þessari fínu klassík.

Louis Vuitton bauð upp á rykfrakka í yfirstærð fyrir vorið.
Rykfrakki í hermannamynstri frá Philipp Plein.

Gamli, góði rykfrakkinn stendur enn fyrir sínu.

Selected, 29.990 kr.

Víðar buxur

Þægilegar buxur í víðu sniði verða vinsælar hjá öllum kynjum á næstunni. Ætli það sé ekki í takti við heimsfaraldur og heimavinnu?

Armani vor 2021.
Brioni vor 2021.
Brioni vor 2021.

Seventís

Áttundi áratugurinn hefur tröllriðið tískuheiminum upp á síðkastið. Við gætum ekki verið sáttari með þetta trend, í okkar huga er ekkert jafntöff og seventístískan.

Larenza vor 2021.
Larenza vor 2021.
Brioni vor 2021.

Vonandi veitir þessi grein ykkur örlítinn innblástur til að prófa eitthvað nýtt.

Myndir frá IMAXtree og framleiðendum.

Meira úr tísku

Tíska

Skrifstofugyðjan slær í gegn

Tíska

Bóhemtískan með endurkomu

Tíska

Fáðu innblástur fyrir vorið frá stílstjörnunum í Mílanó

Tíska

Flottir feður á fermingar­daginn

Tíska

Fermingar­tískan 2024

Tíska

Fermingarfötin í Galleri 17

Tíska

Erum við til í þetta trend aftur? Kíkjum á götutískuna í New York

Tíska

Hugmyndir að sparidressum fyrir fermingar­veisluna