Samfellan sem gerði allt vitlaust! Steldu stílnum frá Rosie á 2.595 kr.

Samfellan sem gerði allt vitlaust! Steldu stílnum frá Rosie á 2.595 kr.

Rosie Huntington-Whiteley hefur heldur betur stimplað sig inn sem stílíkon síðustu árin og er með yfir ellefu milljónir fylgjenda á Instagram. Hún hefur oft og tíðum sést í samskonar dressi þar sem samfella úr Zara spilar stórt hlutverk. Góðu fréttirnar eru að téð samfella fæst í Smáralind og kostar litlar 2.595 kr.

Hér er samfellan sem gerði allt vitlaust og seldist upp á núlleinni. Nú sem betur fer komin aftur í búðir og kostar litlar 2.595 kr. í Zara.

Steldu stílnum

Rosie er þekkt fyrir að klæðast klassískum flíkum með smá nútímatvisti. Hún er hrifin af opnum sandölum og Bottega Veneta-töskum. (En hver er það ekki?)
Nýjasti liturinn í samfelluhópnum er ljósblár, kemur einnig í hvítu og fjólubláu.

Við getum sannarlega mælt með kaupum á samfellunni enda í mikilli notkun á okkar bæ. Frábær til þess fallin að „layera“ undir peysu eða blazer.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.