Fara í efni

Steldu stílnum frá flottustu tísku­bloggurum Evrópu

Tíska - 24. september 2020

Okkur finnst svo gaman að skoða götutískuna og fá innblástur frá flottustu tískufyrirmyndum Evrópu. Við styttum ykkur leið og fundum flíkur og fylgihluti í svipuðum stíl ef ykkur langar í eitthvað af þessum töfrum.

Að klæða sig eins og tískubloggari þarf ekki að vera flókið! Sjáið hversu smart það er að klæðast svipuðum litatón frá toppi til táar. Rústrauður og bleikrauðir tónar eru sérlega vinsælir í dag og sjást einnig mikið í innanhússhönnun. Trés chic!

Vínrauður er einn af þessum haustlitum sem fara aldrei úr tísku og gaman er að taka fram ár hvert.
Gallaefni, leður og rúskinn er góð blanda eins og sést hér.
Geggjaður leðurblazer úr Zara sem fæst í Smáralind, 12.990 kr.

Klassíska köflótta mynstrið er gjarnan tekið fram á haustmánuðum og árið í ár er engin undantekning. Takið líka eftir hvað skærlitu buxurnar og gleraugun gera mikið til að gleðja augað.

Gæjalegar leðurbuxur í krókadílamynstri lyfta átfittinu upp á næsta stig.

Permanent og hálsklútur, þetta gerist ekki mikið meira seventís- og við elskum það!

Zara er með úrval hálsklúta, 1.995 kr.
Sjáið hvað beltið gerir mikið fyrir þetta dress.

Ef þú ert í vafa, farðu að ráðum frönsku stílfyrirmyndanna. Klassískar gallabuxur, kasmírpeysa í nútral lit, vandaður blazer og smart sólgleraugu og taska- og þú ert góð.

Svokallaðar blöðruermar tröllríða öllu um þessar mundir en kjólar og skyrtur eru vinsælar í þessum stíl.
Toppur úr H&M.
Útvíðar buxur eru mál málanna og fara vel við fallega blússu og rauðan varalit eins og á þessari Parísardömu.

Stundum er klassíkin með örlitlu tvisti besta hugmyndin…

Meira úr tísku

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London