Fyrirsætan fagra til fyrirmyndar

Johannes Huebl er líklega þekktastur fyrir að vera eiginmaður stílstjörnunnar Oliviu Palermo. Fyrirsætan fagra er þó fyrirmynd á eigin forsendum og slær ekki feilnótu þegar kemur að tískunni. Klassískur stíll hans er vel þess virði að stela, hér koma nokkur tips.

Fyrirsætan fagra til fyrirmyndar

Johannes Huebl er líklega þekktastur fyrir að vera eiginmaður stílstjörnunnar Oliviu Palermo. Fyrirsætan fagra er þó fyrirmynd á eigin forsendum og slær ekki feilnótu þegar kemur að tískunni. Klassískur stíll hans er vel þess virði að stela, hér koma nokkur tips.

Johannes klæðist vönduðum jakkafötum og er hrifinn af köflóttu, vestið undirstrikar svo vaxtalagið fallega. Hann er einnig óhræddur við að blanda saman ólíkum mynstrum eins og sést hér þar sem hann sportar doppóttu bindi við köflótt jakkaföt. Fylgihlutirnir eru svo punkturinn yfir i-ið en hann sést gjarnan með appelsínugul sólgleraugu og í brúnum leðurskóm.

Þú færð jakkaföt frá vörumerkjum sem Johannes klæðist gjarnan í Herragarðinum. Hann er hrifinn af Hugo Boss en þessi jakki er frá þeim.

Fyrirsætan fagra er duglegur við að „layera“ eða klæðast nokkrum lögum af fötum á sama tíma. Fallegar prjónapeysur yfir skyrtur og vandaður kasmírfrakki verður oftar en ekki fyrir valinu. Vertu viss um að spara ekki þegar kemur að frakkamálum, ef efnið er í ódýrari kantinum er hætta á að hann líti út eins og innan úr ryksugu áður en veturinn er á enda.

Hér eru tveir fallegir frá Hugo Boss sem fást í Herragarðinum og Selected, Smáralind.

Johannes er eiginmaður stílstjörnunnar Oliviu Palermo en það má með sanni segja að þau séu „meðidda“!

Látlaust en fullkomið útlit á brúðkaupsdaginn.

Vertu viss um að spara ekki þegar kemur að frakkamálum, ef efnið er í ódýrari kantinum er hætta á að hann líti út eins og innan úr ryksugu áður en veturinn er á enda.

Meira spennandi

Við völdum notalegustu peysur vetrarins

Beisikk beislituð peysa sem nær upp hálsinn er skyldueign í fataskápinn í vetur. Þessi úr Zara er eiguleg.

Aftur til fortíðar

KamelkápaKamelliturinn er hinn nýi svarti. Líka fyrir þrátíu árum síðan.   Steldu stílnum GS Skór,...

Steldu stílnum

Rautt og rómantísktRauði liturinn poppar upp á svartleitan fataskápinn Ef þig vantar auðvelda leið til...

Spurðu stílistann

Nú bjóðum við upp á að senda spurningar á stílista í gegnum Instagram Smáralindar. Hér eru nokkrar af spurningum dagsins sem...

Bleikt & bjútífúl

Allur ágóði af sölunni af bleika pokanum og regnhlífinni frá Lindex rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini á Íslandi.

Stílisti velur það besta úr búðum

Hin fullkomna kápa er fundin! Aðsniðin, síð, svört, ullarblönduð og vönduð. Við biðjum ekki um mikið meira.Zara, 23.995 kr.

Bestu buxurnar á karlinn

Það eru góð kaup í klassískum, dökkbláum gallabuxum. Esprit, 9.995 kr.

Við fáum ekki nóg af þessu næntístrendi

Gwyneth Paltrow er ókrýnd stílstjarna tíunda áratugarins. Það leið varla sú vika sem hún klæddist ekki leðurblazer. Það verður...

Spurðu stílistann

Við elskum gróf stígvél í haust en þau koma sérstaklega vel út við pils...

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.