Sumarfrístíska stærstu tískuhúsa heims

Við fylltumst miklum tískuinnblæstri við að kynna okkur svokallaðar Resort-línur stærstu tískuhúsa heims. Óvenjulegar og ferskar litasamsetningar stóðu uppúr.

Sumarfrístíska stærstu tískuhúsa heims

Við fylltumst miklum tískuinnblæstri við að kynna okkur svokallaðar Resort-línur stærstu tískuhúsa heims. Óvenjulegar og ferskar litasamsetningar stóðu uppúr.

Grænt og geggjað

Græni liturinn er áberandi í Resort-línum stærstu tískuhúsa heims og verður einn heitasti liturinn á næstunni.

Hér sjáum við kúl lúkk frá ítalska tískuhúsinu Gucci. Takið eftir því hvað fölbleikur parast fallega við grasgrænan.

Mynd: IMAXtree.
MSGM resort-lína 2021. Mynd: IMAXtree.
Valentino Resort 2021. Mynd: IMAXtree.
Galvan Resort 2021. Mynd: IMAXtree.

Í búðum

Klikkað kombó

Pasteltónar við skæra liti. Jarðlitir við neon, nú má allt!

Smart litasamsetning hjá Victoriu Beckham. Mynd: IMAXtree.

Bottega Veneta hefur verið eitt allra vinsælasta tískumerkið í bransanum síðustu árin og ekki erfitt að sjá af hverju. Listrænn stjórnandi hússins, Daniel Lee, virðist alltaf vera með ferskar og fallegar hugmyndir. Hér er ein litasamsetning sem á ekki að virka en virkar samt!

Bottega Veneta Resort 2021. Mynd: IMAXtree.

Í búðum

Alessandro Michele hjá Gucci er ekki þekktur fyrir mínimalisma. Meira er meira þar á bæ.

Gucci Resort 2021. Mynd: IMAXtree.

Í búðum

Resort-lína Versace er alger sorbet-draumur. Pastellitir eru ekkert á förum ef marka má Donatellu.

Versace Resort 2021. Mynd: IMAXtree.

Í búðum

Karakter, 28.995 kr.
Skærbleikt, vínrautt og grænt-kombó hjá Valentino.

Leikum með liti

Varalitur og eyeliner í skærum litum gera mikið fyrir heildarlúkkið!

Baksviðs hjá Salvatore Ferragamo vor/sumar 2021. Mynd: IMAXtree.
Baksviðs hjá Ralph & Russo vor/sumar 2021. Mynd: IMAXtree.

Leikum með liti!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.