Fara í efni

Tveir tískurisar í eina sæng

Tíska - 8. október 2021

Við erum vandræðalega spenntar fyrir samstarfi tveggja tískurisa. Charlotte Gainsbourg og ZARA hafa gengið í eina sæng og hannað áreynslulausa, kynþokkafulla og ekta franska fatalínu.

Leik- og söngkonan Charlotte Gainsbourg er enginn nýgræðingur þegar kemur að tísku og er þekkt fyrir áreynslulausan stíl. Oftar en ekki klæðist hún gallabuxum, jafnvel við gallaskyrtu þannig að hún veit hvað hún syngur þegar gallabuxur eru annars vegar og hvað hönnunin þarfnast til að vera klæðileg og kúl.

Mig hefur lengi dreymt um að hanna fatalínu með fáum en vel völdum flíkum sem ég klæðist dagsdaglega. Línan er mjög beisik og inniheldur nákvæmlega það sem ég elska að klæðast.

Steldu stílnum

Gallaskyrta í yfirstærð er ein af þeim flíkum sem við verðum að eignast úr línu Charlotte og Zara. 6.495 kr.
Geggjuð flauelskápa ríkur líka beint á topp óskalistans okkar. Zara, 19.495 kr.
Hér má sjá kápuna betur.
Hinar fullkomnu gallabuxur í boði Charlotte. Zara, 8.495 kr.

Beisik stuttermabol, topp, langermabol og guðdómlega kasmírpeysu í fagurbrúnum lit má einnig finna í línunni.

Hin fullkomnu leðurstígvél og loafers.

Charlotte á ekki langt að sækja smartheitin enda í DNA-inu hennar. Charlotte er dóttir tískuíkonsins Jane Birkin og Serge Gainsbourg.

Jane og Serge á góðri stundu.

Charlotte og Jane eiga áreynslulausan, franskan stílinn sameiginlegan.

Þá er bara að bíða og sjá hvort línan kemur hingað til lands en í versta falli getum við tryggt okkur item á netverslun Zara, hér.

C’est parfait!

Meira úr tísku

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London